Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 58
280
S A M V I N N A N
vinnumiðlunina og að greiða atvinnuleysisstyrkinn; auð-
vitað greiða þær ekki slíkan styrk, nema þegar svo stend-
ur á, að þær geta ekki útvegað vinnu.
Það er of snemmt, þegar þetta er ritað, að dæma
um, hver árangur verði af þessum stórræðum. — Lengi
vel litu verkamenn þetta óblíðum augum1). í raun og
veru virðist það líka vanta í þetta skipulag, að verka-
menn hafi nægilega hönd í bagga með þessu starfi sjálf-
ir. Það er ekki til nema ein stofnun eða félagsskapur, sem
í eðli sínu er réttkjörinn til þess að hafa þetta á hendi,
og það eru stéttarfélög verkamanna. Þau ein geta um það
dæmt, hverjir af félagsmönnum eru raunverulega at-
vinnulausir og hverjir látast vera það. Og ef stéttar-
félögin hefði vinnumiðlun og atvinnuskipti á hendi, þá
geta þau blekkzt á iðjuleysingjunum, sem látast vera at-
vinnulausir, með því að bjóða þeim þá atvinnu, sem þau
eiga yfir að ráða. Hins vegar er tryggingin gegn atvinnu-
leysi mjög biturt vopn í stríðinu fyrir því, að halda uppi
vinnulaununum, því að með henni er verkamönnum veitf-
ur kostur á að geta beðið, svo að þeir eru ekki nauð-
beygðir að láta undan síga vegna hungurs og báginda.
Ensku verkamannafélögin, Trade-Unions, verja
■nokkru af tekjum sínum til styrktar atvinnuleysingjum.
Því miður geta fátækari stéttarfélög verkamanna í öðr-
um löndum lítið gert að því, að veita atvinnuleysisstyi'ki,
og gera það aðeins í mjög smáum stíl. Þess vegna hafa
menn lagt til, að samvinna kæmist á milli stéttarfélag-
anna og héraðanna, sem væri þannig háttað, að héruðin
legði til nauðsynlegt fé, en stéttarfélögin sæi um skipu-
lag trygginganna og greiddi styrkinn til þeirra, sem ætti
kröfur til hans.
Hins vegar hefir það ýmislega ókosti í för með sér.
að gera stéttarfélögin að lögákveðnum skiptaráðöndum
yfir atvinnuleysisstyrk og láta þau þar með fá eins konar
*) þeir ásökuðu skrifstoíurnar fyrir að veita verkt'alls-
brjótum atvinnu.