Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 164
386
S AMYINNAN
hæfileika til að sjá fyrir, en sá hæfileiki er í hví fólgina
að þekkja framtíðarþarfir eins og þær væri fyrir hendi.
Maðurj sem ætlar að spara, vegur tvær þarfir hvora á
móti annarri, annars vegar þörfina, sem yfir
stendur og hann má ekki fylla, t. d. hungur, sem
þrengir að honum — og hins vegar framtíðarþörf-
i n a, sem hann ætlar sér að vera viss um að geta fyllt,
t. d. það að eiga nóg fyrir sig að leggja. Öðrum megin
dregur úr sparnaðinum sjálfsafneitun sú, sem hann verð-
ur að leggja á sig, en hinum megin hvetur til sparnaðar
vonin um þá hagsmuni, sem sparnaðurinn leiðir af sér.
Vilji mannsins vegur salt milli þessara tveggja and-
stæðna, og eftir því hvor þyngri verður á metunum, tek-
ur hann annan kostinn og hafnar hinum. Nútíðarþörfin
er veruleiki, vér finnum til hennar líkamlega, en fram-
tíðarþörfin er óhlutræn, vér finnum hana aðeins í ímynd-
un vorri. Það þarf því vissar venjur, vissan andlegan
þroska, til þess að finna og skilja framtíðarþörfina.
Störf voi' og uppeldi í þjóðfélögum nútímans neyða
oss til þess að hugsa jafnt og þétt um framtíðina. Vitrir
menn leitast við að sjá fram í tímann, stjórnmálamenn
bera áhyggjur fyrir komandi tímum, kaupmenn, sem spá-
kaupmennsku stunda og venjulegir smákaupmenn þurfa
að hugsa fyrir víxlum sínum, sem falla um næstu mánaða-
mót. Allir hugsum vér annaðhvort sjálfrátt eða ósjálf-
rátt um þetta óþekkta, sem framtíðin ber í skauti sínu,
cg tökum það með í öllum vorum reikningum. En þessi
andlega áreynsla getur ekki átt sér stað hjá villimannin-
um, sem er sér ekki meðvitandi um aðrar þarfir en þær,
sem hann finnur til í þann og þann svipinn. Villimaður-
inn fellir tréð til þess að ná í ávextina, segir Montesquieu,
og er það gott dæmi um fyrirhyggjuleysi hans. Já, þessi
áreynsla er erfið, ekki sízt fyrir þá af meðbræðrum vor-
um, sem lifa við svipuð lífskjör og venjur og villimenn-
irnir og hafa aldrei nema til hnífs og skeiðar. Villimenn,
börn og fátæka daglaunamenn vantar oft tilfinnanlega
fyrirhyggju, og ástæðan er hin sama hjá öllum.