Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 62
284
S A M V I N N A N
innan iðnaðarins, sem heppnazt hefir, er sú, sem gerð
var af málaranum Leclaire í París árið 1842.
Hlutdeildin í ágóðanum getur verið með fjöldamörgu
móti, en hún þarf að vera samningsbundin, þ. e. a. s. að
hún á að .vera. einn þáttur vinnusamningsins, og ákvæði
um hana í reglugerð fyrirtækisins. Hún þarf að vera við-
urkennd sem réttindi til fyrirfram ákveðinna hlunninda,
án þess að gerður sé mannamunur. Venjulega er hún
bundin við hæð vinnulaunanna og oft við starfsaldur
verkamanna. Ekki er rétt að kalla það hlutdeild í ágóða,
þegar aðeins er átt við venjulega þóknun eða uppbót,
þegar vel gengur.
Þann hluta ágóðans, sem fellur í skaut verkamanna,
má greiða í peningum, eða leggja hann inn í sparisjóð
eða styrktarsjóð undir þeirra nafni. Síðari aðferðin er
almennt viðhöfð í Frakklandi. Sá kostur fylgir henni, að
hún tryggir það, að þessi launaviðbót sé vel notuð. En
hins vegar rýrir hún þau hlunnindi, sem menn vænta sér
af hlutdeild í ágóðanum, með því að láta ágóðahlutann
ekki koma verkamanninum að notum fyrr en eftir langan
tíma.
Margir eru ákafir talsmenn þessarar stefnu, um hlut-
d.eild verkamanna í ágóðanum, og þeir telja hana hafa
marga kosti til að bera, bæði siðferðilega og fjárhagslega.
1. Sáttir komast á milli vinnunnar og fjárins, og að-
staða verkamannsins batnar við það, að hann verður hlut-
hafi í viðskiptum afurðanna, í stað þess að vera einbert
framleiðslutæki.
2. Framleiðslumáttur vinnunnar eykst við þíð, að
áhugi og elja verkamannsins eykst og umhyggja hans
vex fyrir framgangi fyrirtækisins.
3. Tekjur verkamannsins aukast, með því að í árs-
lok bætist ágóðahlutinn við vinnulaunin, sem hann hefir
orðið að nota jafnóðum sér til lífsframfæris. Þann ágóða-
hluta getur hann sparað eða geymt til óvissra auka-
útgjalda.
4. Síður er hætt við atvinnuleysi, af því að nánari