Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 100
322
S A M V I N N A N
jafnaðarmanna er sú, að þróunin stefni að því, að í stað
smáframleiðslu komi stórframleiðsla og í stað einkafyrir-
tækja komi hlutafélög, en afleiðingin af þessu verði sú,
að í stað vinnuveitanda komi hluthafar, og þeirra hlut-
verk verði það eitt að klippa arðmiða sína og hirða ágóð-
ann af þeim. En þá er það staðreynd, að þeim er ofaukið
og hlutverk þeirra í þjóðfélaginu að engu orðið.
En þetta dæmi á þó ekki við um fjármögnuðu hluta-
félögin, því að jafnvel í þeim eru til vinnuveitendur. Að
vísu eru það ekki hluthafarnir, því að þeir gera ekki
annað en að leggja fram peningana og eru því nefndir
af Englendingum Sleeping partners (sofandi
hluthafar). Vinnuveitendurnir í hlutafélögunum eru
stjórnendurnir, og oftast aðeins fáir þeirra, t. d. formað-
urinn eða framkvæmdastjórinn, sem sjá um allt og halda
öllu í horfinu. Þar er ekki um arfgengt einveldi að ræða,
heldur höfðingjastjórn, það er vald fárra auðmanna, sem
ræður, og það vald er alræðisvald, sem engin takmörk eru
sett.
En allt öðru máli gegnir um samvinnufélögin. Enda
þótt þeim sé stjórnað af einum manni eða fáum, er það
þó almennur atkvæðisréttur, sem ræður vali forstjórans,
og alltaf er hægt að setja hann af. Þau félög eru eins og
lýðræðisríki, og tilvera þeirra er í raun réttri fullnægj-
andi sönnun þess, að vinnuveitendur eru ekki algerlega
óumflýjanlegt fyrirbrigðí. Þess er þó rétt að geta, að
starfsemi samvinnufélaganna — alveg eins og ríkisrekst-
ur eða héraðsfyrirtæki — virðist hæfa bezt þeim fyrir-
tækjum, sem þegar hafa náð nokkrum þroska og geta
haldið áfram svo að segja sjálfkrafa. Hinsvegar er það
ekki víst, að hægt sé að vera án höldsins, þegar skapa
skal ný fyrirtæki. Það er vafasamt, að slík fyrirtæki sem
flugvélasmíði t. d. hefði getað skapazt og náð þeim
undraþroska, sem þegar er orðinn, ef djarfir menn og
mikils megandi hefði ekki staðið fyrir þeim persónulega.
En þegar sá tími kemur, að flugferðir verða eins algengar
og hversdagslegar og bílferðir nú eru, þá verður sjálf-