Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 149
S A M V I N N A N
371
eða fjáreignarmaður eyðir tekjum sínum í öðru landi eða
öðrum landshluta en þar sem þeirra var aflað. Slíkur
fjárflótti er mjög algengur, ekki sízt í ýmsum Vestur-
Evrópulöndum. Og þá er að athuga það, hvort hann hefir
illar afleiðingar fyrir heimalandið, og eins hitt, hvort
hann verður til góðs því landi, þar sem jarðeigandinn
eða fjáreignamaðurinn dvelur.
Fjárflóttinn hefir yfirleitt sætt hörðum dómi.
Og sá dómur er fyllilega réttmætur, þegar jarðeig-
andi á í hlut. Eins og áður er sagt, hefir jarðeigandinn
starf að rækja í þágu þjóðfélagsins, og það starf á hann
að rækja sjálfur og má ekki fela öðrum. Jarðeignarétt-
urinn er grundvallaður á gagnsemi þjóðfélagsins, en sá
grundvöllur er horfinn, þegar handhafi réttarins hættir
að gera annað en að taka við afgjaldinu. Og einmitt með
fjarveru sinni sýnir hann, að hann (jarðeigandinn) er
ekki annað en snýkjudýr. Re.vnslan hefir líka sýnt það,
t. d. á írlandi, að þegar jarðeigandinn fær skyldur sínar
og réttindi í hendur leiguliða eða annarra milliliða
(m i d d 1 e m e n), þá leiðir það af sér hrörnun og hrun
landbúnaðarins1).
En um fjáreignamennina, peningamennina, gegnir
nokkuð öðru máli. Störf þeirra í þágu þjóðfélagsins —■
að afla fjárins og koma því í veltu — binda þá ekki frek-
ar á einum stað en öðrum. Til þess að koma fé sínu sem
bezt fyrir og fylgjast með öllu í þeim efnum þurfa menn
helzt að vera eins konar heimsborgarar.
Ennfremur segja menn, að* þeir, sem eyði tekjum sín-
um erlendis, svipti sitt eigið land ágóða, sem fer í hend-
ur útlendinga. Og reynslan sýnir, að það er satt. I mörg-
um löndum er það drjúg tekjulind að taka á móti auðug-
um útlendingum, mætti t. d. nefna Sviss, Italíu, París,
Suður-Frakkland, Noreg og fleiri staði. Það er þá aug-
*) Hér mætti líka minna a, að fjárflótti óðalseigandanna í
Frakklandi, þegai- þeir söfnuðust saman við iiirðina í Vcrsöl-
um, leiddi af sér fall aðalsins í Frakklandi.
24*