Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 22
244-
S A M V I N N A N
að vinna í verksmiðju eða við handiðnir, að það hefði
Iokið barnaskólaprófi. Það er gert í Svíþjóð og Þýzka-
landi. Reynslan hefir sýnt, að andmæli iðnrekanda gegn
þessu standast ekki. Það eina, sem nokkru máli skiptir
til andmæla, er það, að fátækt sé svo mikil á sumuin
bammörgum heimilum verkamanna, að menn sé neyddir
til að senda börnin í vinnu innan 14 ára aldurs, til þess
að bæta hag heimilisins og auka tekjurnar. En sú ástæða
verður að teljast lítils verð frá sjónarmiði þjóðfélagsins,
þegar hún er borin saman við það siðferðilega og heil-
brigðislega tjón, sem barninu getur stafað af því, að
vinna of erfiða vinnu svo fljótt1).
2. Það er venjulegt, að verkamannalöggjöfin tak-
marki að meira eða minna leyti vinnutíma barna, sem
komin eru af þeim aldri, þegar þeim er algerlega bann-
að að vinna; og sama er að segja um vinnu unglinga til
18 ára aldurs. Algengast er, að næturvinna sé bönnuð
unglingum og hámark dagvinnutíma tiltekið. í Svíþjóð
er vinnutími barna innan 13 ára aldurs ákveðinn 6 stund-
ir á dag, en 8 stundir á dag fyrir börn á milli 13 og 14
ára, annars 10 stundir fyrir unglinga frá 14—18 ára.
Auk þess er börnum og unglingum bönnuð vinna við
ýmsar vissar vélar og áhöld. í Finnlandi fá börn á aldrin-
um 12 til 15 ára venjulega ekki að vinna lengur en 6V2
stund á dag, en eldri unglingum er þar leyfð allt að 12
stunda vinna á dag, og sú undantekning er til, að börnum
sé leyfður svo langur vinnutími annanhvom dag. Jafnvel
næturvinna er leyfð unglingum í þeim iðnum, sem nætur-
vinnu þarf við vegna iðnarinnar sjálfrar og ekki er hægt
að komast af með reglubundna vinnuskiptingu með öðru
móti. I flestum öðrum löndum er vinnutími unglinga yfir-
leitt ákveðinn 10 stundir á dag; svo er t. d. í Frakklandi,
Þýzkalandi, Danmörku og' mörgum öðrum löndum .
3. K v e n n a v i n n a hefir einnig verið takmörkuð
*) Sjá nánar um þetta rit próf. Herkners, sem áður lief-
ir verið vitnað í, D i e A r b e i t e r f r a g e, 5. útg. bls. 280 o. áfr.