Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 161
S A M V I N N A N
383
þroska mannsins, er ekki aðeins gott og gilt, heldur er það
b e t r a en sparaaður. Hvernig getur maður varið fé sínu
betur en til þess að styrkja heilsu sína og þroska vits-
muni? Frá þessu sjónanniði eru ekki aðeins leyfileg,
heldur æskileg þau gjöld, sem fara fyrir góða fæðu, hlý
klæði, hollan bústað, þægilega búsmuni, góðar fræðibæk-
ur, ferðalög, hollar skemmtanir, söfn, söngleiki, barna-
uppeldi o. fl. o. fl. Það mætti segja, að það sé ekki
gjöld, heldur sé því fé varið í gagnleg fyrirtæki, og það
meira að segja gagnlegasta fyrirtækið, sem til er: að
auka gildi mannsins og framleiðsluhæfileika.
En ef verkamaðurinn hefir einhvern tekjuafgang,
sem hann getur lagt fyrir eða sparað, þá er honum bezt
að verja því til framlags í stéttarfélag sitt, samvinnufé-
lag eða styrktarfélag o. s. frv. Slíkt samstarf í sparsemi
leiðir til betri árangurs, þótt minna sé fórnað af hverjum
eínum, heldur en sparifjársöfnun einstakra manna. Slíkt
samstarf skapar fé, sem ekki verður gripið til eftir höfði
hvers og eins, en er þó alltaf handbært fyrir heildina.
Það styrkir samábyrgðartilfinninguna. Og það er ekki að
ástæðulausu, að verkamenn hafa yfirleitt meiri trú á
slíkri sparsemi en sparnaði einstakra manna.
En nú skulum vér snúa við blaðinu. Er ráðið, sem
Montesquieu gaf um auðmennina, réttmætt? Ef þeir
eiga ekki að spara, hver á þá að gera það? Fátæklingarnir
geta það ekki, og það er ekki að öllu leyti æskilegt, að
þeir geri það, eins og þegar hefir sýnt verið.
Ef auðmennirnir spara til þess að verja sparifé sínu
í framleiðsluþarfir, eins og algengast er, þá flytja þeir
neyzlumöguleika sína yfir á aðra — og meðal þeirra eru
einmitt verkamenn. Og sú yfirfærsla leiðir alls ekki til
þess, að verkamenn deyi úr hor, eins og Montesquieu
sagði, síður en svo.
En jafnvel þótt auðmaðurinn verji ekki fé sínu í
framleiðsluþarfir, heldur geymi það í handraðanum —
sem sjaldan á sér stað — þá skaðar hann með því engan
nema sjálfan sig og sína. Hvað eru í raun og veru pen-