Samvinnan - 01.10.1933, Blaðsíða 8
230
SAMVINNAN
staðar skuli nema. Ef menn neita rafvirkjum eða járn-
brautarmönnum um rétt til þess ao gera verkfall, hvers
vegna á þá ekki eins að neita bakarasveinum um réttinn
til þess? Það hiýtur að vera hvei’ri borg erfiðara að kom-
ast af brauðlaus en ljóslaus. Hinsvegar er erfitt að finna
tryggingu þess, að lögin, sem banna verkföll, sé haldin.
Fangelsisvist? Hvernig ætti að handtaka, dæma og fang-
elsa þúsundir manna? Sektir? Hvernig ætti að sekta
verkamenn, sem ekkert eiga? Uppsögn? Það er í raun og
veru eina ráðið, sem dugar. En til þess þarf enga sér-
staka lagasetningu, því að vinnuveitandi hefir alltaf rétt
til þess að segja þeim verkamanni upp vinnu, sem van-
rækir starf sitt eða svíkst um það algerlega. En þessa
refsingu nota vinnuveitendur í raun og veru mjög sjaldan,
og ríkisvöldin því sjaldnar. Af öllu þessu má sjá, að verk-
föll fara yfirleitt ekki að lögum, af því að þau eru nokk-
urskonar hernaðarástand. Þó er ekki þar með sagt, að lög-
gjafinn geti ekki afnumið með lagaboði réttindin til þess
að gera verkföll, þegar svo stendur á, að þau eru hættuleg
lífi þjóðarinnar. — Það mætti gera að meginreglu. — En
samt sem áður virðist ekki öðru að treysta en mætti al-
menningsálitsins og heilbrigðri skynsemi, þegar koma
þarf í veg fyrir stór verkföll, sem hættuleg gæti orðið
tilveru þjóðfélagsins.
Og sú trygging er engin blekking; þótt almenningur
láti sig engu skipta, og sé jafnvel hilðhollur verkfalls-
mönnum, þegar ekkert felst í verkfallinu annað en árekst-
ur milli verkamanna og vinnuveitanda, þá rís hann upp
örðugur gegn verkfallinu, þegar hann finnur það snúast
gegn sér og hagsmunum sínum, þegar hann finnur, að
hann getur ekki fullnægt daglegum þörfum sínum vegna
verkfallsins. Af þessu kemur það, að verkföll póstmanna,
sporvagnstjóra og járnbi’autarþjóna hafa hér um bil alltaí
mistekizt. Almenningur hefir orðið fyrir tjóni af þeim.
Þessi hái dómstóll, almenningsálitið, verður enn áhrifa-
meiri, ]ægar almenningur er orðinn betur samtaka, þegar
almenn neyzlufélög og neyzlufélög með samvinnusniði