Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 8
6
HALLDÓR HALLDÓRSSON
ANDVARl
Stað. Á þeim árum íelldu þau Margrét og Jóhannes liugi saman og giftust
síðan. Eftir lát manns síns fluttist frú Margrét til Reykjavíkur og bjó þar til
dauðadags (1918).
Þeim Margrétu og Jóhannesi varð sex barna auSið. Þau voru þessi:
Ólafur, stúdent og verzlunarmaður (1885—1912), GuSmundur kaupsýslu-
maður (1887—1961), Alexander prófessor (1888—1965), Sigrún giftist til
Danmerkur (f. 1889) og Valdimar DavíS, símstjóri og kaupsýslumaður (1889
-1960).
Af ummælum um frú Margrétu látna má sjá, að hún hefir verið talin
mikil merkis- og sæmdarkona. I MorgunblaSinu 31. júlí 1918 er andláts
hennar getið og um hana sagt:
,,Frú Margrét var gáfuð kona og göfug, framúrskarandi vel látin
af öllum, sem henni kynntust."
Og í eftirmælagrein í Isafold 10. ágúst 1918, undirritaðri „r. í.“, segir
svo:
„Það er ekki ofsagt, að frú Margrét hafi verið mikill kvenkostur.
Því hjá henni fór saman óvenju mikill fróðleiki og gjörfuleiki, kjark-
ur og myndarskapur. ÞaS mundi eigi öllum konum hent að berjast
áfram ein síns liðs, af litlum sem engum efnum, með svo mikinn
barna hóp og koma þeim eins vel til menta og þroska, eins og hún
gerði. Sýndi sig þar sem í öðru hið góða herg, er hún var brotin af.“
Af því, sem nú hefir verið skráð, má sjá, að prófessor Alexander var af
góðu foreldri kominn og átti til mikilhæfra hæfileika- og forystumanna að
telja. Hann reyndist heldur enginn ættleri, varð mikill kvistur á merkum
ættstofni. Séra Matthías orti um hann ungan:
Langur þráður leynir sér
litlum oft í hnykli;
indælt væri, ef yrði úr þér
Alexander mikli.
Ljóðmæli, Rvk. 1936, 716.
Þessi ósk hins fræga skálds átti fyrir sér að rætast. Eins og sýnt er af
framansögðu, missti Alexander föður sinn, meðan hann var enn innan ferm-
ingar, og má því ætla, að áhrif móður hans á hann hafi mátt sín meira. Og
auðsæilega hafa þau áhrif orðið góð.