Andvari

Árgangur

Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 154

Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 154
152 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON ANDVARI Sá er einmitt munur þessarar framtíðarsögu og margra annarra, að hér er allt í nærsýn og furðu þekkjanlegt, þar sem aðrir höfundar, sem litið hafa framtíð mannkyns líkt og í martröð, hafa brugðið upp allframandi veröld, fantasíum og furðuheimum. Frásagnarháttur Jakobínu er sá, að hún leggur söguna í munn aðal- eða einu söguhetju bókarinnar, sem segir frá í fyrstu persónu. Sagan er öll langt eintal eða samtal söguhetjunnar við lesanda. Með þessu bragði tekst Jakobínu að virkja lesanda sinn til þátttöku. Það er því líkt, sem lesandi sitji á tali við söguhetjuna, skjóti inn orði og orði eða spurningu. Með þessum frásagnarhætti verður lesandi beinn þátttakandi í þeim harmleik, sem sagan lýsir. Meginstyrkur þessarar bókar liggur í því, hversu skáldkonan gjörþekkir sögu- mann sinn. í tali hans bregður naumast fyrir fölskum tóni; ruddafengið og gróf- yrðamettað orðbragðið er ekta. Allt málfar söguhetjunnar lofar meistara sinn. Sömuleiðis er sönn sú mannlýsing, sem birtist okkur í ræðu þessa manns. Fíann er auðmjúkur og oftast velviljaður, en umfram annað geðlaus. Um ekkert er honum svo annt sem eigið skinn. Hann leggst hvenær sem er í svaðið til að bjarga því, sem hann telur eigin hagsmuni. Það, sem gefur þessum manni dýpt og harmsögulegt eðli, er það, að hann veit betur en liann breytir. Ræða hans er samfelld afsökunarbeiðni. Það er því líkt sem betri vitund hans horfi í fjarska á hina raunverulegu og lítilmannlegu breytni. Söguhetjan er átakanleg mynd einstaklingshyggjumanns, sem engu vill fórna af eigin gæðum fyrir mannlega samábyrgð. Snarcrn er pólitísk saga og samfélagssýn höfundar félagslega róttæk og sósíal- ísk. Þau vandamál, sem Jakobína tekur til meðferðar, eru fersk og tímabær. Reyndar er sagan full af pólitísku sprengiefni miðað við íslenzkar aðstæður nú, þegar aðeins virðist stigið fyrsta skrefið á langri vegferð, sem markast af því að reisa og reka iðjuver á íslandi fyrir erlent einkafjármagn. Menn skyldu samt varast að láta skoðanir sínar á þeim efnum marka afstöðu sína til skáldsögu Jakobínu. Sagan hlýtur að metast eftir listrænu gildi sínu. Getum við þá trúað þessari sögu? Eg svara því játandi. Sagan er sjálfri sér sam- kvæm innan þess ramma, sem höfundur hefur skapað henni. Mestur veikleiki þykir mér fólginn í lýsingunni á systur sögumanns. Þar birtist hláeygðari rómantík en trúverðug getur talizt. Einna helzt get ég lesið þáttinn um systurina sem eins konar táknrænt hliðarminni við aðalþemað. Sá maður, sem ekki gerir tilraun til að bjarga systur sinni frá nauðgun, sem hann hlustar á, er ekki líklegur til stórræða, þegar ópersónulegri vanda ber að höndum. Nokkuð hefur horið á því á liðnum árum, einkum í skrifum sumra íhalds- samra ritdómenda, að pólitísk og samfélagsleg vandamál eigi að vera eins konar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.