Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 154
152
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
ANDVARI
Sá er einmitt munur þessarar framtíðarsögu og margra annarra, að hér er allt
í nærsýn og furðu þekkjanlegt, þar sem aðrir höfundar, sem litið hafa framtíð
mannkyns líkt og í martröð, hafa brugðið upp allframandi veröld, fantasíum og
furðuheimum.
Frásagnarháttur Jakobínu er sá, að hún leggur söguna í munn aðal- eða einu
söguhetju bókarinnar, sem segir frá í fyrstu persónu. Sagan er öll langt eintal
eða samtal söguhetjunnar við lesanda. Með þessu bragði tekst Jakobínu að virkja
lesanda sinn til þátttöku. Það er því líkt, sem lesandi sitji á tali við söguhetjuna,
skjóti inn orði og orði eða spurningu. Með þessum frásagnarhætti verður lesandi
beinn þátttakandi í þeim harmleik, sem sagan lýsir.
Meginstyrkur þessarar bókar liggur í því, hversu skáldkonan gjörþekkir sögu-
mann sinn. í tali hans bregður naumast fyrir fölskum tóni; ruddafengið og gróf-
yrðamettað orðbragðið er ekta. Allt málfar söguhetjunnar lofar meistara sinn.
Sömuleiðis er sönn sú mannlýsing, sem birtist okkur í ræðu þessa manns. Fíann
er auðmjúkur og oftast velviljaður, en umfram annað geðlaus. Um ekkert er
honum svo annt sem eigið skinn. Hann leggst hvenær sem er í svaðið til að
bjarga því, sem hann telur eigin hagsmuni. Það, sem gefur þessum manni dýpt
og harmsögulegt eðli, er það, að hann veit betur en liann breytir. Ræða hans er
samfelld afsökunarbeiðni. Það er því líkt sem betri vitund hans horfi í fjarska
á hina raunverulegu og lítilmannlegu breytni. Söguhetjan er átakanleg mynd
einstaklingshyggjumanns, sem engu vill fórna af eigin gæðum fyrir mannlega
samábyrgð.
Snarcrn er pólitísk saga og samfélagssýn höfundar félagslega róttæk og sósíal-
ísk. Þau vandamál, sem Jakobína tekur til meðferðar, eru fersk og tímabær.
Reyndar er sagan full af pólitísku sprengiefni miðað við íslenzkar aðstæður nú,
þegar aðeins virðist stigið fyrsta skrefið á langri vegferð, sem markast af því að
reisa og reka iðjuver á íslandi fyrir erlent einkafjármagn.
Menn skyldu samt varast að láta skoðanir sínar á þeim efnum marka afstöðu
sína til skáldsögu Jakobínu. Sagan hlýtur að metast eftir listrænu gildi sínu.
Getum við þá trúað þessari sögu? Eg svara því játandi. Sagan er sjálfri sér sam-
kvæm innan þess ramma, sem höfundur hefur skapað henni.
Mestur veikleiki þykir mér fólginn í lýsingunni á systur sögumanns. Þar
birtist hláeygðari rómantík en trúverðug getur talizt. Einna helzt get ég lesið
þáttinn um systurina sem eins konar táknrænt hliðarminni við aðalþemað. Sá
maður, sem ekki gerir tilraun til að bjarga systur sinni frá nauðgun, sem hann
hlustar á, er ekki líklegur til stórræða, þegar ópersónulegri vanda ber að höndum.
Nokkuð hefur horið á því á liðnum árum, einkum í skrifum sumra íhalds-
samra ritdómenda, að pólitísk og samfélagsleg vandamál eigi að vera eins konar