Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 70
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON:
Skáldið Carl Michael Bellman
Fyrir réttum tveimur öldum, eða árið 1768, tók 28 ára gamall starfsmaður
hjá yfirtollstjórninni í Stokkhólmi að yrkja ljóðabálk, sem átti upprunalega að
verða 100 Ijóð, en þau urðu þó aldrei nema 82. Sum þessara ljóða dreifðust fljót-
lega manna á milli í afritum, en ekki komst ljóðasafn þetta á prent fyrr en 1790.
Ljóðasafninu fylgdi bráðsnjall formáli eftir skáldið J. H. Kellgren, sem 14 árum
áður hafði skrifað óbóta skammagrein um hinn unga skáldbróður sinn og kallað
hann klámfenginn fylliraft. En nú var honum löngu orðin ljós snilligáfa skáldsins
og sérkenni hennar. Ljóðabókin bar nafnið Fredmans epistlar, og hlaut höfund-
urinn að launum fimmtíu ríkisdali og frægð, sem er óbliknuð enn.
Þótt bögsulega hefði gengið að koma pistlunum á prent, þurfti höfundur
þeirra, Carl Michael Bellman, ekki að kvarta undan áhugaleysi samborgara
sinna um ljóð hans. Skáldferil sinn hafði hann hafið 17 ára að aldri árið 1757,
og voru fyrstu ljóð hans trúarlegs eðlis, en fljótlega tók hann að yrkja gaman-
bragi og háðkvæði. Kvæðið „Tankar om flickors ostadighet", sem hann orti 18
ára, vakti rnikið umtal. Árið 1765 fór hann að yrkja gamanljóð um persónur og
atburði úr Gamla testamentinu, og urðu sum þessara ljóða brátt á allra vörum
og dreifðust munnlega eða í afritum um gjörvalla Svíþjóð og til grannlandanna.
Kveðskapur af þessu tagi hafði þá um skeið verið í tízku og fylgt í kjölfar upp-
lýsingarstefnunnar sem eins konar andsvar við þrúgandi alvöru og helgislepju
píetismans, er drottnað hafði í Skandinavíu fyrr á öldinni.
Frægast og vinsælast þessara „biblíuljóða" Bellmans er Gubben Noach,
sem nú á tveggja alda afmæli. Enn lærir hvert barn í íslandi annað og þriðja
erindi þeirrar stælingar á þessu ljóði, sem birtist á prenti úti í Kaupmanna-
höfn árið 1787 undir heitinu Gamansamur Quedlingur um vom gamla Forfödr
Nóa. Hefur Pétur Sigurðsson, fyrmm háskólaritari, sýnt fram á, að stælandinn
er Eiríkur Björnsson, víðförli kallaður vegna Kínafarar. Ekki er hægt að segja,
að Eiríkur komist neins staðar mjög nærri frumtextanum, og þótt erindin í stæl-
ingu hans séu tveimur fleiri en í frumkvæðinu, minnist hann hvergi á frú Nóa,
þá ágætu konu. Þriðja erindið: Aldrei drakk hann, stangast mjög við lýsingu
Bellmans á Nóa. Þó hefur Eiríkur fangað nokkuð af þokka frumkvæðisins. Hefur
sá þokki, ásamt laginu, tryggt stælingu hans langlífi, og þeirri tilraun til ná-