Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 172
170
ARNÓR SIGURJÓNSSON
ANDVARI
óköruðum kálfi í göngunum gamla bæjarins og hrópað: „Guð almáttugur. Hann
er þá blautur og loðinn." Hvorug þessi saga sakaði raunverulega álit manna á
Bcnedikt eða minningu manna um hann, og hvorug þeirra var til þess sögð, eins
og t. d. sagan, sem Þorsteinn segir eftir Þorvaldi Thoroddsen um Þingvallareið
Benedikts 1885 (bls. 406). Þær eru miklu fremur urn rnann, sem vissulega mikl-
aðist mönnum, en bjó þó yfir veikleika, sem átti sín sögulegu rök, en kom oft
frarn á skrýtilegan hátt. Sögurnar um hann áttu, að ég hygg, oftar upptök sín
hjá vinum hans og nágrönnum en andstæðingum, og það kemur fram í riti Þor-
steins, þó að hann virðist vilja dylja sig þess.
Þó að surnt sé satt og rétt, sem Þorsteinn segir um Þjóðliðið og Huldufélagið
þingeyska, er einnig rnargt, er hann segir um þetta hvort tveggja, misskilið og
rangt, og er það e. t. v. eðlilegt, hvort tveggja var sérstakt á sínum tíma og jafn-
vel þá á hvort tveggja litið af litlum skilningi. Það er rétt frá sagt hjá Þorsteini,
að Þjóðliðið var stofnað af ungum mönnum, sem sóttu búnaðarfélagsfund að
Einarsstöðum 24. júní 1884, en hurfu af þeim fundi upp á kirkjuloftið þar á
staðnum til sérstaks fundarhalds, sem telja má stofnfund Þjóðliðsins. Það er
einnig rétt, að „eldri höfðingjar héraðsins reyndust velviljaðir strákunum sín-
um“ og „gáfu samtökum þeirra föðurlega blessun sína“. Það er enn rétt, að
gremja bjó í brjóstum gömlu þingeysku „rauðliðanna“ frá 1873, Einars í Nesi
og Benedikts í Múla, af því að „Þjóðvinafélagið var ekki gert að öflugu pólitísku
frelsisbaráttutæki", og „hinn aldni baráttumaður Einar í Nesi samdi uppkast að
félagslögum, er Þjóðliðið tók upp.“
En i þessu er látið ósagt eitt, sem miklu máli skiptir. Uppkast það, er Einar
samdi, var uppkast að lögum fyrir Þjóðvinafélagið, eins og Þingeyingar hugsuðu
sér það upphaflega. Einar hugsaði sér Þjóðvinafélagið eins og þjóðarher, og átti
að leggja forystuna í þeim þjóðarher í hendur Jóns Sigurðssonar í Kaupmanna-
höfn. Þessa hugmynd vildu ungu mennirnir í Þingeyjarsýslu endurvekja, af því
að þeim fannst Þjóðvinafélagið hafa horfið frá henni, en Þjóðvinafélagið og bún-
aðarfélagið í Þingeyjarsýslu störfuðu þá sem eitt félag, hvorttveggja í senn sem
búnaðarfélag og eins konar pólitískt félag án starfhæfrar skipulagningar. Það var
af fundi slíks félags, sem ungu mennirnir, kallaðir umboðslausir til samstarfs,
hurfu. Það er alger misskilningur, að Pétur á Gautlöndum hafi í upphafi ráðið
mestu um „þetta militaríska form“, sem Þjóðliðinu var skapað, í þeim tilgangi að
verða hershöfðingi þess. „Formið“ var til í uppkasti Einars að Þjóðvinafélagslög-
unum. Jón á Arnavatni (síðar í Múla) er líklegastur (um það er ekki örugg
heimild samt) til þess að hafa stefnt ungu mönnunum á Einarsstaðafundinn 24.
júní 1884, því að hann var úr þeirra hópi, en einmana í félagsstjórninni, og
einnig hann er líklegastur til að hafa haft forystu um að ganga af félagsfundin-