Andvari

Árgangur

Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 152

Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 152
150 SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON ANDVARI maðurinn væri ávöxtur þess tíma og umhverfis, er fóstraði hann, og örlög hans væru því nolckuð fast ákveðin fyrir fram. Á þennan determinisma raunsæis- manna minnir sú áherzla, sem nútímahöfundar af gerð Thors Vilhjálmssonar leggja á áhrif umhverfis á persónur sínar. Oft er því líkt sem sköpun persón- unnar og einkenni birtist í þeim áhrifum, sem hún verður fyrir, og því, sem hún skynjar í því rúmi, er hún hrærist í. Þegar bezt lætur, tekst höfundi að virkja lesandann til samlífs við persónur verksins, svo að hann verður það ljós- op, sem filmar áhrif umhverfisins á þær. Stíll Thors Vilhjálmssonar er mjög persónulegur. Hann ræður yfir svo fast- mótuðum stíl, að lesandi þekkir hann óðara af fyrstu línunum. Myndauðgi hans er einstök, svo að á stundum kann að nálgast barrokkt ofhlæði. Stíllinn er haf- inn, ekki sakir sjaldhafnarorða, miklu fremur vegna óvæntra samsetninga og ný- stárlegrar orðaraðar. Hin mikla myndnotkun ásamt brottnámi tímarásar stuðlar að kyrrstæðum áhrifum. Á hinn bóginn ríkja víða mikill hraði og hreyfing, sem skapa spennu andspænis kyrrleik verksins. Sem dæmi má nefna þessa lýsing: „í óraunveruleik og sannleika jámbrautarstöðvarinnar og hverfulleikanum þar sem svo margt staðfestist í andartaksins þyt með stundardvöl í tímaleysi undir öllum klukkunum með komandi og farandi lestir sem þjóta héðan í allar áttir, og í mannstreyminu iðulausa, þar stendur hann kyrr.“ Kjarnlægt þema í þessu skáldverki er Eros. í upphafi mætum við þessari mynd frá dögum hinna rómversku keisara: „Þetta kvöld mætti skógarkóngurinn Virbius holdtekja Júpíters gyðjunni Díönu. Þau mættust í lundinum í mánabaði; gyðjan sveif á silfurgeislum sínum niður á jörðina; hún gekk á silfurbrúnni til móts við manninn sem var guðinn um sinn og hlaut því að deyja í fyllingu. Og keisarinn og gestir hans fólu sig í runnum og sáu þeirra einslegan fund í þágu jarðargróðans. Og þegar því hæsta var náð vakti stuna keisarann af stjarfa: hann spretti fingri að þrælum sem hlupu að með brugðnum söxum, rykktu í hár mannsins sítt og svart og hjuggu hann svo blóðið fossaði yfir tryllt hróp konunnar og hennar nekt í kyndlabjarma, og keyrðu hana í örskoti vitfirringar úr kvenleik sínum í abstraktion gyðjudóms sem lifir í eldinum." Sá maður, sem í gervi guðsins hafði holdlega sameinazt kvenfulltrúa gyðju- unnar, var réttdræpur, því að hann mátti ekki eldast. Andi guðsins varð að búa í alhraustum líkama. Þessi örlög var unnt að reyna að flýja, en sá flótti hlaut að verða eilífur: „Úr þessu mátti hann sífellt vara sig, hvergi voru honum grið vís; nú yrði hann höfuðsetinn og hver sá sem legði hann að velli yrði sjálfur skógarkóngur- inn í staðinn. Strokuþrælar yrðu sendir til höfuðs honum; uppfrá þessu var hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.