Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 136
134
FULLVELDIÐ FIMMTUGT
ANDVARI
vart því, að með þeim þróist minnimáttarkennd, sem lijá sumum gæti valdið
sinnuleysi um þjóðleg verðmæti, en hjá öðrum ofmati á þeim og jafnvel þjóð-
ernisofstæki. Jafnframt verða íslendingar að gera sér ljósa grein fyrir þeirri
ábyrgð, sem á þeim hvílir gagnvart sjálfum þeim og öðrum og meta á raunhæfan
hátt getu sína til þess að leysa þau verkefni, sem þessari ábyrgð fylgja.
Ég hefi minnzt á þann vanda, sem íslendingum er á höndum í efnahagsmál-
um og varnarmálum vegna fámennisins. Á hið sama við um menningarmál?
Stendur mannfæðin íslenzkum menningarmálum fyrir þrifum?
Þessari spurningu finnst mér ég verða að svara neitandi í aðalatriðum.
Framfarir í efnahagsmálum geta verið háðar mannfjölda og stóru, samstilltu
átaki. Vald í hermálum heyrir stórþjóðum til. En menning hefur aldrei sótt afl
sitt né líf til mergðar eða fjölda, jafnvel þótt hann sé auðugur, heldur til ein-
staklinga, sem hafa hæfileika, vilja og skilyrði til andlegs starfs. En slíkir ein-
staklingar geta þroskazt, hvort sem er með stórþjóð eða smáþjóð. Fyrir þroska-
skilyrði þeirra er það ekki aðalatriði, hvort þjóðfélagið er stórt eða lítið, hvort
það er ríkt eða fátækt, að ég ekki tali um, hvort það er voldugt eða valdasnautt.
I menningartilliti hafa íslendingar því að mörgu leyti sömu skilyrði og sérhver
annar jafnfjölmennur hópur manna. Þar háir fámennið þeim ekki á hliðstæðan
hátt og í efnahagsmálum og varnarmálum. Og að einu leyti er aðstaða íslend-
inga í menningarmálum sterkari en aðstaða þeirra í efnahags- og vamarmálum.
Nútíma atvinnulíf á Islandi er ekki nema rúmlega hálfrar aldar gamalt. íslenzkt
fullveldi er ekki nema fimmtíu ára. Vamarmál komu ekki til sögu í íslenzkum
stjórnmálum fyrr en fyrir tæpum 30 ámm. íslendinga skortir því þá reynslu, sem
aðrar nálægar þjóðir hafa í stjórn efnahagsmála, stjórnmála og utanríkismála. Þá
skortir arfleifð á þessu sviði, — þá skortir það sögulega samhengi, þá djúpu rót
í þessum efnum, sem veitir kjölfestu og styrk. Þetta er skýringin á ýmsu því í
íslenzku þjóðlífi, sem bæði okkur sjálfum og öðmm finnst ólíkt því, sem er með
öðrum þjóðum, — ýmsum glundroða, ástæðulitlu ósamkomulagi, skrykkjóttri
þróun. Sannleikurinn er sá, að í efnahagsmálum og stjómmálum em íslendingar
að sumu leyti enn á gelgjuskeiði. Það hefur ekki orðið átakalaust að breyta ör-
snauðu bændaþjóðfélagi í iðnaðarþjóðfélag á rúmri hálfri öld. Því hafa fylgt
sárir vaxtarverkir, einmitt af því, að allt þurfti að reisa frá gmnni. Á nærri engri
arfleifð var að byggja.
En þetta á ekki við um menningarmálin. Á því sviði hefur þráðurinn aldrei
rofnað í meira en þúsund ár. íslenzk tunga er enn að kalla hin sama og þá, er
landið byggðist. Þær bækur, sem skráðar voru á íslandi fyrir 7—800 ámm, em
þar enn lifandi bókmenntir. Á myrkustu öldum sögu sinnar áttu íslendingar
ávallt skáld og rithöfunda, sem héldu þeim vakandi sem menntaðri þjóð. Og það