Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 23
andvari
ALEXANDER JÓHANNESSON
21
synt, að hann sé hugmyndaríkur orðsifjafræðingur („hat A. J. sich als find-
iger etymologe ervviesen", Arkiv 1927, bls. 375), og í ritdomi um Ðie Suffixe
segir A. M. Sturtevant, að efnið krefjist eðlilega allmikilla upprunaskyringa,
og telur þær gerðar af leikni og dómgreind (,,The subject matter naturally
requires a good deal of etymologizing and this has, in my opinion, been done
with much skill and judgement”). Slíkir dómar fra mjög kunnum malvisi-
mönnum hafa vitanlega aukið sjálfstraust próf. Alexanders, svo að hann hefir
talið sér ldeift að hefjast handa um hið mikla verk.
En áhrifin frá orÖabókinni eftir Walde-Pokorny urðu ekki að öllu goð.
Professor Alexander tók upp það kerfi, sem notaö er í þessari hok, þ. e. að
raða eftir indógermönskum rótum. f orðsifjabok, þar sem ekkert einstakt mal
heldur heill málaflokkur er lagður til grundvallar, er eðlilegt, að eitthvert
slíkt kerfi sé notað, því að endurgerð rót er hinn sameiginlegi þáttur, sem
málvísimenn telja sig finna í orðum innan skyldra mála og skyldra orða
innan sama máls. Annað eru þær ekki. Það er engan veginn víst, að þær hafi
nokkru sinni verið sjálfstæð orð. EndurgerÖ róta er vinnuaðferð, sem mál-
vísimenn hafa tekið upp og gerir þeim kleift að fa betra yfiilit yfir tiltekna
málaflokka. Aðferð þeirra Waldes og Pokornys var því eðlileg, þar sem bók
þeirra fjallar um málaflokk, en ekki einstakt mál. Hins vegar á aðferðm eklu
við, þegar um einstakt mál er að ræða, eins og er i bok pióf. Alexanders.
Örugglega eru ekki öll íslenzk orð runnin frá einhverri indógermanskri rót.
Á þetta rekur próf. Alexander sig um sum tökuorð, enda tekur hann þau sér
og raðar í stafrófsröð. En áreiðanlega er svo ástatt um fleiri orð, en venjulega
freistast hann til að raða þeim undir einhverja rót. Þess ber þó að geta, að
ef hann finnur orðið aðeins í germ. málum, raðar hann þvi undii germanska
rót, sem er þá sett innan um indógermanskar rætur. Stundum finnur hann
orð í íslenzku og síðan annað í öðru fjarskyldu indógermönsku rnali, tenöir
þessi orð saman, af því að þau gætu veriÖ skyld samkvæmt hljoðlögmalum,
en finnur engan millilið á milli. Þessi aðferð er næsta vafasöm. Engin mál-
vísirit eru jafnvamarlaus fyrir gagnrýni eins og orðsifjabækur, því að „flestar
upprunaskýringar eru vafasamar“ („and most etymologies are doubt u ),
eins og Kemp Malone kemst að orði í ritdómi um bok Alexandeis (Language
28, bls. 527). Og enginn vafi er á því, að í bók Alexanders eru ekki aðeins
margar vafasamar orðskýringar, heldur einnig beinhnis rangar. Og þannig
er þessu háttað um allar orðsifjabækur, að visu í misjöfnum mæli. Tvær af