Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 14
12
HALLDÓR HALLDÓRSSON
ANDVARI
Af Skrá um rit háskólakennara, fyrsta bindi, sem nær yfir árin 1911—
1940, má sjá, að próf. Alexander hefir nokkuð að því gert að þýða íslenzk
ljóð á þýzku. Verða þau ekki rakin hér. Og árið 1965 nokkrum vikum fyrir
dauða hans, birtust í bókarformi þýzkar þýðingar hans á íslenzkum ljóðum,
allt frá 17. öld (Hallgrímur Pétursson) til vorra daga. Þessi síðasta bók frá
hendi Alexanders, sem nefnist Gruss aus lsland, er þannig úr garði ger, að
samhliða er birtur íslenzki og þýzki textinn. Getur hér að líta sýnishorn af
Ijóðagerð 21 íslenzks skálds. Þýðingar þessar eru gerðar á löngum tíma í hjá-
verkum. Fyrsta þýðing íslenzks kvæðis eftir Alexander á þýzku birtist árið
1916, en síðan hefir hann annað veifið gripið til þessarar iðju sér til hugar-
hægðar í tómstundum. Minna mun próf. Alexander hafa gert að því að
þýða kvæði úr þýzku á íslenzku. Þó má minna á hið fornþýzka kvæði Die
Leiden des Henn, sem birtist undir nafninu Píslir Drottins 1923.
Prófessor Alexander sá um útgáfu íslenzkra þýðinga á ljóðum þriggja
þýzkra höfuðskálda, þeirra Schillers, Goethes og Heines. Þetta gerist, áður
en málvísindin verða aðalvettvangur hans. Bækurnar, sem eru í handhægum
og smekklegum útgáfum, nefnast: Ljóð eftir Schiller. Alexander Jóhannes-
son sá um útgáfuna. Rvk. 1917, Ljóð eftir Goethe. Alexander Jóhannesson
sá um éitgáfuna. Rvk. 1919, og Ljóð eftir Heins. Alexander Jóhannesson sá
um útgáfuna. Rvk. 1919.
Auk þcssa sá Alexander um útgáfu bókarinnar Gestur, Undir Ijúfum
lögum . . . Rvk. 1918 (eftir Guðmund Björnson) og um útgáfu úrvalsljóða
Einars Benediktssonar (íslenzk úrvalsljóð VII. Rvk. 1947).
Auk doktorsrits próf. Alexanders liggja eftir hann allmargar ritgerðir,
flestar stuttar, um ýmis íslenzk og þýzk skáld og raunar einnig einstök bók-
menntaleg efni. Af ritgerðum um einstök skáld mætti nefna Um skáldskap
Hannesar Hafsteins (Oðinn 1916, bls. 81—86), Gestur í ný-íslenzkum skáld-
ska-p (Isafold 26. maí, 16. júní, 4. júlí og 21. júlí 1917), Lognsins skáld
(síðasta ljóðasafn Guðm. Guðmundssonar) (Isafold 1. des. 1917), Goethe
(í fohann Wolfgang Goethe, Laust . . . Islenzkað hefir Bjarni Jónsson frá
Vogi. Rvk. 1920, bls. IX—LVI), Goethe in der islándischen Literatur (Mit-
teilungen der Islandfreunde 1932) (á ísl. í Rökkri 1932, bls. 53—57 og í
Vísi 23. marz 1932 undir nafninu Goethe í islenzkum hókmenntum) og
Schiller og Island (Skírnir 1955, hls. 169—173). Þá má geta þess, að próf.