Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 83
ANDVARI
SKÁLDIÐ CARL MICHAEL BELLMAN
81
óperum. Bellman var mjög vandlátur í lagavali. Allmörgum lögum breytti hann
og ætíð af mikilli smekkvísi, og ljóð og lög felldi hann saman í órofa listræna
heild. Sjötugasti og fyrsti pistillinn (Ulla, min Ulla) er gott dæmi um þetta.
Fyrri hluti lagsins er léttur og kankvís, en lagið skiptir um tóntegund og verður
fjálgt rómantískt, þegar Fredman fer að dásama náttúrufegurðina.
Enginn kunni betur að túlka söngva og pistla Bellmans en hann sjálfur. Lék
hann þá undir, venjulega á síter. Hann skapaði þá hefð í flutningi ljóða sinna,
sem Bellmanssöngvarar hafa síðan fylgt, en það er sérstök listgrein í Svíþjóð að
„syngja Bellman", nú venjulega með undirleik á lútu eða gítar, og hafa Svíar
átt marga dáða Bellmanssöngvara. Yfirleitt njóta Bellmanssöngvar sín bezt í ein-
söng, þótt sumir þeirra hafi orðið vinsælir með karlakórum, einkum stúdenta-
söngkórum.
Víst er um það, að vinsældir sínar hérlendis á Bellman einkum lögunum að
þakka, en margir þeirra texta, sem íslendingar syngja við þau lög, eru ýmist
nauða lélegar stælingar Bellmansljóða eða þá textar alveg óskyldir að efni. Leitt
er, að hann Jón Thoroddsen, sem þó kunni að yrkja hjarðljóð, skyldi ekki heldur
þýða „Vila vid denna kálla" en yrkja „Úr þeli þráð að spinna“ við sama lag, því
sjaldan hefur Bellman tekizt betur að fella Ijóð við lag en í þessum undurfagra
hjarðsöng. Og enn kyrja menn „Nú geng ég með á gleðifund", afkáralega stæl-
ingu á „Sá lunka vi sá smáningom", og eigum við þó fyrri hluta þessa kvæðis í
afbragðsþýðingu Jóns Helgasonar, sem fyrr getur.
í nærfellt tvær aldir hafa lög Bellmans stytt íslenzkri þjóð stundir, og á hún
honum því þakkarskuld að gjalda. En illu heilli urðu sumar Ijóðperlur hins mikla
skálds viðskila við lögin á leiðinni yfir íslandsála, en aðrar hlutu hér miður
sæmilega meðferð. Því er skáldið Carl Michael Bellman íslendingum ókunnara
en skyldi.
Teikningamar, sem ljóðaþýðingunum fylgja, eru teknar úr viðhafnarútgáfu Bellmansljóða,
sem kom út 1917-1918 og var myndskreytt af Yngve Berg.
6