Andvari

Árgangur

Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 50

Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 50
48 VALDIMAR J. EYLANDS ANDVARI Rannsóknir á þessum grafhýsum og fjölda annarra af smærri gerð hófust á síðustu tugum aldarinnar sem leið, og hét sá Petrie, enskur maður, sem vann sér einna mest frægðarorð fyrir störf sín og rannsóknir á þessum vettvangi. Er talið, að hann hafi fundið aðrar fornminjar, sem beri vott um jafnvel miklu eldri menningu á meðal Egypta, og hann hafi lyft tjaldi sögunnar frá fimm hundruð ára tímabili á undan byggingu fyrsta pýramídans, eða allt til frumstæðrar bænda- menningar frá steinöld. Er talið, að fyrstu íbúar Egyptalands hafi setzt að í Nílar- dalnurn vegna frjósemi landsins og lifað þar á búskap og veiðum með steinaldar- tækjum. Lengra verður líklega ekk komizt í leitinni að uppruna manna á þess- um slóðum. En Petrie varði mörgum árum til rannsókna á pýramídum, og hefir hann ritað mikið um athuganir sínar, og svo aðrir síðar. Aldrei hefir verið búið svo rammlega um dauðs manns bein. Sjálf var gröfin falin langt niðri í jörð, undir sjálfri byggingunni. Ótal krókastigir lágu að henni; hafði öllu hugsanlegu hyggju- viti verið beitt til að leyna líkama hins framliðna. Þannig voru þessir konungar grafnir, mann fram af manni, ásamt gimsteinum og alls kyns skarti og dýrð. En einmitt það varð til þess, að þeir fengu ekki að hvíla í friði. Rannsóknir hafa leitt í ljós, að þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir hefir grafarró þeirra allra verið raskað, að undanteknum aðeins einum, sem slapp úr ræningjahöndum. Er það álit fræðimanna á þessu sviði, að margar grafanna hafi verið rændar skömmu eftir að greftrun var lokið, og þá ef til vill af sömu mönnum, sem stóðu að jarð- setningunni. Allur auðurinn, sem þarna hafði verið hlaðið saman, hvarf skjót- lega, að talið er, en múmíunum fleygt út eða þær brenndar. Þessi grafarrán urðu almenn og alræmd, en engar varúðarráðstafanir gegn þeim dugðu. Þó var það ekki fyrr en eftir marga mannsaldra, að hætt var að byggja pýramída og jarða í þeim. Var þá tekinn upp sá háttur að jarðsetja konungborið fólk í áður nefnd- um Kóngadalsgrafreit. En einnig þar voru grafaræningjar fengsælir. Tutankhamun einn (um 1350) fékk að hvíla í friði um aldirnar, unz gröf hans fannst árið 1922. Þessi konungur varð skammlífur og sat að ríkjum aðeins um tíu ára bil. Virðist hann hafa haft meiri áhuga á trúarbrögðum en lands- stjórn. Elann reyndi að koma á siðbót, en laut í lægra haldi í viðureign sinni við Amens, þjóðarguð Egypta á þeirri tíð, og tilbiðjendur hans. Ekkert vantar þó á, að útför hans hafi verið gerð vegleg. Slíkur var sá íburður af gulli, gimsteinum og fágætum munum í gröf hans, að furðu gegnir. Þrjár stórar stofur í Kairo geyma þessa muni, og standa vopnaðir verðir yfir þeim dag og nótt. Gefur þessi aðbúnaður allur nokkra hugmynd um, hvernig muni hafa verið búið um fyrir- rennara hans, sem voru afkastameiri landstjórar og sátu lengur að völdum. Einnig verður skiljanlegt, að allslausir menn, sem vissu um slíkan aðbúnað og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.