Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 156
154
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
ANDVARI
Segja má, að smásögur Vésteins séu svo óvenjulega gott byrjandaverk, að
samanburður við það verði öðrum nýliða, Artbur Knut Farestveit óhagstæðari
en sanngjarnt má teljast. Enda skal ekki samanburður gerður. Farestveit sendi í
september 1968 frá sér fyrstu bók sína, skáldsöguna Fólkið á ströndinni.
Ffér er margt með byrjandabrag, og er það ekki lasts vert. Mér finnst þessi
saga hvorki gefa loforð um mikil framtíðarverk né heldur taka af von um, að
höfundur geti átt eftir að skrifa góða sögu.
Farestveit skrifar í raunsæilegum stíl, a. m. k. á ytra borði, og af því að frá-
sagnarhátturinn er svo raunsæilegur, verður víða nokkurt gap milli hans og sögu-
efnisins með fantasíum þess og óraunveruleik. Meginveikleiki bókar virðist mér
vera vöntun á samsömun forms og efnis, sem í góðum verkum eru eitt.
Höfundi svellur móður og er víða stórorður og orðmargur. Formgerð sög-
unnar er einhvers konar tvítekning sömu myndar — í sjálfu sér góð hugmynd —
en þessu sinni ræður höfundur ekki yfir frásagnartækni eða stíl, er valdi verk-
efninu. Hugmyndafræðilega bregður víða fyrir einhvers konar skiptingu, sem
minnir á herrasið og þrælasið, og þótt ég dái Nietzsche meira en flesta höfunda,
kann ég ekki að meta hana þarna. Kaupmenn Melgerðis eru líka heldur ósann-
færandi ofurmenni — vantar með öllu það mustarðskom af vilja, sem brýtur
björgin.
Af þessari bók að dæma virðist mér styrkur Farestveits liggja í næmleik fyrir
hinu dulúðga og stórfenglega, en veikleiki birtast í lítilli vandvirkni og skorti á
raunsærri skynjun.
Endurminningin merlar æ . ..
Stundum lesum við bækur, sem okkur finnst, að við hefðum getað samið
sjálf, ef við byggjum yfir þeirri barnslegu hreinskilni, sem til þess þarf að skrifa
sögu. Einhvers staðar hef ég lesið, að slíkt væri aðal hinna beztu listaverka.
Skáldsaga Jóns Óskars, Leikir í fjörunni, er þvílíkt verk. Hún er skrifuð í
formi endurminninga, og segir söguhetjan frá í fyrstu persónu. (Er það tilviljun,
hve margar sögur síðasta árs eru fyrstu persónu sögur?) Sagan lýsir lífi fátæks
fólks í litlu þorpi. Fátæktinni er þó ekki lýst sem félagslegu böli, heldur hefur
hún á sér rómantískan blæ. Sögumaður sér hana úr fjarska; hefur fyrirgefið hana;
segir frá henni með rödd manns, sem er sáttur við lífið. Heimskreppan er þama
líklega einhvers staðar og jafnvel Spánarstyrjöld, en válegir atburðir blikna í
mánaljósi minninganna. Einum og einum byltingamanni bregður fyrir, en sögu-
maður sér þá sem og burgeis þorpsins með góðlátlegum glampa gamansemi í auga.
Þegar dregur til tíðinda og svo virðist sem skerast muni í odda milli auðvalds og
öreiga, grípa höfuðskepnurnar í taumana og sópa þremur mönnum í sjóinn.