Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 55
ANDVARI
LJÓS ÚR AUSTRI
53
ust inn í landið, og svo síðar kristinna manna. Aðalguðinn er nefndur El, og er
það nafn einnig notað í Gamla testamentinu (1. Mós. 33:20). Hátignarfleirtalan
af þessu orði er ELOHIM. E1 á sér maka, sem nefnist Asherut, og er Baal sonur
þeirra. Baal er sá guðanna, sem stjórnar stormum og regni. Stóð lengi í stríði
milli hans og Jahve, og kunnugt er, hve illa Baal stóð sig í deilunni við Elía á
Karmelfjalli. En þótt Jahve héldi velli og eingyðistrú ísraelsmanna í Palestínu,
hefir Baal þó ekki látið sjálfan sig án vitnisburðar. Sums staðar er hann nefndur
Zabnl eða „herra jarðar". Telja sumir fræðimenn, að það nafn hafi færzt yíir
í Ritninguna sem Belsebúb (sjá 2. Kon. 1:2; einnig Mark. 3:22): Á meðal frægð-
arverka þeirra, sem Baal eru eignuð í Ugarit (eða Ras Shamra) töflunum, er bar-
átta hans við Loton, „sjöhöfðaðan" dreka. Hér mun vikið að sjóskrímsli því, sem
talað er um í Jesaja 27:1 og víðar og nefnist Levíatan, „hinn bugðótti dreki“.
Augljóst er, að trúarbrögð Kanverja voru fjölgyðistrú, gegnsýrð af hjátrú og alls
kyns hindurvitnum. Enda þótt Gyðingar hafi orðið fyrir nokkrum áhrifum frá
hugmyndaheimi forvera sinna í landinu, héldu þeir fast við trúna á einn alls-
herjar Drottin og höfnuðu soranum í hinum frumstæðu trúarbrögðum Kanverja.
MESOPÓTAMÍA
Svo nefndu Grikkir landspildu þá hina miklu og frjósömu, sem er á milli
stórfljótanna Evfrat og Tígris, þar sem nú heitir Iraq, með Bagdad að höfuð-
borg. Nafnið þýð ir „landið milli ánna" eða „hólminn". Samsvarar það nafni því,
sem Arabar gáfu þessari landspildu, Al-Jazira, eða „eyjan“. Raunar á þetta nafn
aðeins við um efri hluta dalsins, en samkvæmt málvenju er það látið tákna allt
landið. Á bökkum Evfratárinnar, um fimmtíu mílur suður frá Bagdad, stóð
eitt sinn borg ein mikil, sem lét mikið yfir sér og kemur rnjög við fornar sögur.
Sagt er, að hún hafi upphaflega verið nefnd Bab-ilu eða Himnahlið. Á he-
bresku varð Babel úr þessu upphaflega nafni, en grískan og síðar latínan gáfu
staðnum það nafn, sem hann ber enn í vitund vestrænna manna, Babylon, en
þjóðin, sem byggði landið á sögutímum, er ýmist nefnd Babyloníumenn eða
Kaldear. í Þjóðatalinu í 10. kap. 1. Mósebókar er getið um Nimrod nokkurn, sem
var voldugur konungur og veiðimaður mikill, og sagt, að upphaf ríkis hans væri
Babel, Erek, Alckad og Kalne í Sínearlandi. Lengra aftur verður sagan ekki
rakin af bókum. Ekkert tímatal er tengt nafni Nimrods, en fornleifafræðingar
telia sig geta sýnt fram á, að þessi héröð voru byggð öldum saman, áður en
Semítar settust þar að, og borgirnar Erek og Akkad eigi sér langa forsögu, svo og
Sínearland. En til skamms tíma voru þetta aðeins nöfn, slitin úr öllu sögulegu