Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 16
14
HALLDÓR HALLDÓRSSON
ANDVARl
féklcst ekki heldur við samtímalegar rannsóknir íslenzks máls — hann rann-
sakaði ekki hljóðfræði, beygingar né orðaforða íslenzkrar tungu nú á tímum.
En hann hafði einmitt áhuga á, að að þessum verkefnum væri unnið.
Áhugamál Alexanders á rannsókn tungunnar koma mjög greinilega fram
í setningarræðu Háskólans 3. okt. 1932. Ræðan fjallar um íslenzka tungu,
bæði fræðileg vandamál og hagnýt, t. d. nýyrðasmíð. Þau fræðilegu atriði,
sem próf. Alexander telur einkum þörf á, að rannsökuð séu, eru þessi:
1. Rannsókn orðaforðans, það er samning „vísindalegrar" orðabókar yfir
íslenzkt mál. Greinilegt er, að með vísindalegri orðabók á hann við
sögulega orðabók, eins og betur mun koma í ljós síðar í þessari ritsmíð.
2. Rannsókn talshátta og orðatiltækja.
3. Rannsókn þýðingarbrigða og merkingarbreytinga orða í íslenzku máli.
4. Rannsókn á sögu málsins. Orðrétt segir: „Þá er enn eftir að rita ítar-
lega sögu málsins um 500 ára skeið, og fer nú að verða tími til þess
kominn.“
5. Rannsókn örnefna.
6. Rannsókn á bragfræði. Orðrétt segir: „Þá má geta þess, að bragfræði
íslenzk er að mörgu leyti ókönnuð, en hún stendur í nánu sambandi
við allar málsrannsóknir." (Árbók Háskóla íslands 1932—33, bls.
10-11).
Við fljótlegt yfirlit mætti ætla, að áhugaefni próf. Alexanders væru ein-
vörðungu á sviði sögulegra tungumálarannsókna. En málið er ekki svo ein-
falt. Hann vill, að samtímaleg fyrirbæri séu rannsökuð með hliðsjón af sögu
þeirra. Þetta er ekki sérkennilegt fyrir hann. Fjölmargir samtímamenn hans
í þessum fræðum voru sama sinnis, og raunar aðhyllast ýmsir enn þetta
sjónarmið. Hin skörpu skil hins samtímalega og sögulega, sem ýmsir vilja
og vildu gera að grundvallarreglu, voru ekki til í hans huga. Af þessu vona
ég, að mönnum sé ljóst, hvar í flokki Alexander stóð sem málvísindamaður.
Ef litið er yfir höfuðrit próf. Alexanders um málvísileg efni, kemur í
ljós, að skipta má ferli hans sem málvísindamanns í þrjú skeið, og renna þó
tvö síðari skeiðin nokkuð saman.
Fyrsta skeiðið nær til um það bil 1930. Segja má, að fram undir 1920
skrifi Alexander ekkert fræðilega um málvísindaleg efni. Frá því hann lýkur
meistaraprófi sínu í Höfn og fram undir 1920, eiga bókmenntirnar hug
hans að mestu. Hann ritar að vísu blaðagreinir um ættarnöfn, nýyrði og orða-