Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 138
136
GYLFI Þ. GÍSLASON
ANDVARI
þegar iðnbyltingin hélt innreið sína til íslands, að forn menning íslendinga
greiddi götu hennar og tryggði henni shjótan sigur'?
Það er slcoðun mín, að í viðureigninni við vandamál framtíðarinnar geti ís-
lendingum clcki orðið sami styrkur að fornum menningararfi sínum og fjölskrúð-
ugri menningu og þeim varð á sínum tíma í sókn sinni til sjálfstæðis og nú-
tíma þjóðfélags. Vandamál framtíðarinnar eru annars eðlis. Sérstæð menning
þjóðar auðveldar henni í sjálfu sér ekki að öðlast hlutdeild í hagkvæmni stór-
reksturs og stækkandi markaða. Sérstæð menning gerir það ekki heldur hægara
en ella að varðveita sjálfstæði og öryggi á tímum vaxandi valds stórvelda og sí-
bættrar hernaðartækni. Auðvitað eiga íslendingar að halda áfram að leggja rækt
við menningararf sinn og hlúa að menningarlífi sínu. Auðvitað verður öll að-
staða þeirra betri og sterkari, þeim mun öflugri sem menntun þeirra og menning
er. Enn sem fyrr getur þjóðlegur arfur verið sá aflgjafi, sem úrslitum ræður í
baráttu við erfiðleika. Og ávallt verður það fyrst og fremst menning íslendinga,
sem veitir þeim rétt og gildi á vettvangi þjóðanna. En vandamál framtíðarinnar
eru þess eðlis, að við verðum að taka þau þeim tökum, sem duga. Þau eru á sviði
tækni, viðskipta og varnarmála, og þau verður að leysa með skynsamlegum við-
hrögðum á sviði tækni, viðskipta og vamarmála.
Að þessu leyti eru framtíðarvandamál íslendinga í raun og veru sama eðlis
og vandamál allra smáþjóða nú á dögum. Þau eru hvorki torleystari né auðleyst-
ari en vandamál annarra smáþjóða. Öllum litlum ríkjum er vandi á höndum
varðandi aðild að sístækkandi mörkuðum og gagnvart vaxandi hemaðarmætti
stórþjóða.
Það er þýðingarlaust og raunar skaðlegt að loka augunum fyrir því, að þeir
tímar eru nú smám saman að koma, er gera aðstöðu smáríkja erfiðari en áður
var, í efnahagsmálum og varnarmálum. Sænskur blaðamaður lagði eitt sinn dá-
lítið illkvittnislega spurningu fyrir Halldór Laxness á blaðamannafundi í Stokk-
hólmi. Hann spurði skáldið, hvort það væri ekki afar dýrt að aka um vonda moldar-
arvegi á íslandi í amerískum óhófsbílum. Halldór Laxness hugsaði sig dálítið um,
en svaraði síðan: „Það er yfirleitt dýrt að vera íslendingur." En það er ekki ein-
ungis dýrt að vera íslendingur. Það er dýrt fyrir smáþjóð að varðveita fullveldi
og þjóðmenningu á öld kjarnorku og geimferða. En samvinna þjóða í milli getur
gert auðveldara að greiða kostnaðinn. Og það er ekki aðeins hagsmunamál smá-
þjóðanna sjálfra, að þeim sé auðveldað að greiða kostnaðinn, heldur er það
einnig hagsmunamál hinna stærri þjóða. Stórveldin hafa auðvitað mikið gildi
fyrir mannkynið, og heimurinn á þeim margt að þakka, einmitt vegna þess, hve
stór þau eru og að stærð þeirra gerir þeim kleift að valda verkefnum, sem minni
ríki hefðu ekki valdið. En heimurinn getur ekki heldur verið án smáríkja. Þau