Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 34
32
HALLDÓR HALLDÓRSSON
ANDVAM
heldur sem einn þátt germanskra mála. Þetta víkkaði sjón stúdentanna. Um
kennslu hans á síðari árum er mér síður kunnugt.
Enda þótt Alexander hafi lagt mikla vinnu í kennslu sína og fræðistörf,
mun þó framtíðin — eins og raunar samtíðin urn fram allt minnast hans sem
hins mikla háskólarektors. Hann var háskólarektor samtals 12 ár (1932—
1935, 1939—1942, 1948—1954). Hefir þetta inet ekki enn verið slegið.
Þegar Alexander tók við stjórn Háskólans 1932, var hann lítil og van-
megnug stofnun, húsnæðislaus og fátæk. I rektorsstarfi sínu reyndist hann
hugkvæmur athafnamaður, glöggur á, hvað gera þyrfti og einstaklega lag-
inn að koma áhugamálum sínum í framkvæmd og gekk að því með oddi og
eggju, beindi hinni miklu atorku sinni í þann farveg að koma málum hans
áleiðis, einkum byggingarmálunum.
Háskólahyggingin og HaypdrættiÓ. 1 Stúdentablaðinu 1. des. 1930 birt-
ust greinir um húsnæðismál Háskólans, en á þeim tíma hafði Háskólinn að-
setur í Alþingishúsinu, bæði sjálfum sér og Alþingi til meins og mæðu.
Alexander Jóhannesson átti þar grein, er nefndist Bygging háskóla. Þá stóðu
þessi mál þannig, að Jónas Jónsson frá Hriflu, sem þá var mestur valda-
maður í landi einhver, hafði lagt fram á Alþingi frumvarp um hyggingu
fyrir Háskólann. Áttu þetta að verða heimildarlög þess efnis, að háskóla-
hygging yrði reist á árunum 1934—1940 fyrir 600 þús. kr. Alþingi átti
hverju sinni að ákveða fjárframlög til byggingarinnar. Borgarstjórinn í
Reykjavík, Knud Zimsen, bauð þá lóð undir bygginguna á Melunum. Frum-
varpið um háskólabygginguna varð ekki útrætt á þingi.
Kjarninn í fyrr nefndri grein próf. Alexanders var þessi:
„Eláskólinn íslenzki átti að verða miðstöð íslenzkrar menningar.
Hann á að vernda og viðhalda öllu því bezta, sem til er í íslenzku
þjóðareðli, en um leið veita hollum straumum erlendrar menningar
yfir landið. Hann á að vera hinn sílogandi viti, er sendir birtu yfir
gjörvallt landið, inn til afdala og til yztu annesja."
í Stúdentablaðið 1. des. 1932 ritar Alexander greinina Háskóli og Stúd-
entagaróur. Þá höfðu verið samþykkt lög um byggingu fyrir Háskóla Islands
og Stúdentagarðsmálið komið á nokkurn rekspöl. Merkara var þó, að 9. febr.
1933, á fyrsta rektorsári sínu, boðaði hann til almenns fundar háskólakenn-
ara, flutti ræðu um háskólabygginguna og bar fram um það tillögu, að Há-
skólinn skyldi á næsta þingi fara fram á sérleyfi til rekstrar peningahapp-