Andvari - 01.03.1969, Qupperneq 46
44
VALDIMAR J. EYLANDS
ANDVARI
talinn mjög merkur staður í þessu efni. Það svæði, sem um var að ræða, náði
yfir þrettán ekrur, er voru í eigu níutíu manna, og þurfti að semja við þá alla,
livern um sig, áður en framkvæmdir hófust. En þær báru rnikinn og glæsilegan
árangur. Jarðlög sýndu, að þarna hafði verið borg snemma á bronzöld, og síðan
um aldaraðir. Ýmsar þjóðir höfðu farið með völd þarna og skilið eftir verksum-
merld, svo sem Kanverjar, Egyptar og ísraelsmenn, hinir fomu. Dýrmætir munir
gerðir úr gulli, alabastri og fílabeini fundust þarna frá valdatímum Egypta, um
tólf hundruð árurn f. Kr.
Verðmætir munir, sem finnast við uppgröft, verða oft tilefni öfundar og lög-
sókna. Verkamenn, sem ráða verður til starfsins í þessurn löndum, eru oft óáreið-
anlegir og koma rnörgu, sem þeir finna, undan með leynd og selja til eigin hagn-
aðar. Oft er loftslagið mjög óhagstætt, malaría og eiturilugur hafa lagt margan
fornleifafræðing að velli. Þá er þessi starfsemi oft lífshættuleg vegna ofbeldis
stigamanna eða hjátrúar heimafólks. Víða í þessum löndum þykir það goðgá að
raska ró framliðinna, og það þótt þeir hafi hvílt í gröfum sínum í nokkur þúsund
ár. Ræningjar koma tíðum aðvífandi úr eyðimörkunum, gera aðsúg að vinnu-
flokkum, ræna menn og drepa, þegar þeim hýður svo við að horfa. Þannig var
það fyrir nokkrum árum, að brezkur vísindamaður á þessu sviði týndi lífinu í
Palestínu. Sagt er, að margir hafi farið sömu leið. En þrátt fyrir alla erfiðleika,
hættur, og geipilegan tilkostnað halda menn áfram að grafa og gægjast í iður
jarðar.
Oftast er rannsóknarsviðið gamalt borgarstæði, eins og t. d. Megiddo, þar
sem elcki hefir verið byggt á ný. Er hér jafnan um hæðir að ræða, sem eru
mjög áberandi, en þær fyrirfinnast víða í vestlægum Austurlöndum. Þessar hæðir
eru nefndar tell (flt. tutul). Þetta orð kemur að sögn fyrst fyrir í babylónskum
fræðum, en er tökuorð í rnáli Araba, er þýðir hóll eða hæð. Onnur arabísk orð,
sem koma oft fyrir í bókurn á ýmsum málum, þar sem fjallað er um þessi efni,
eru: ain, uppspretta; bahr, tjörn; jebel, fjall; kalat, kastali; khirbet, rústir; nahr,
fljót; og wadi, uppþornaður árfarvegur eða dalur. Þessi orð eru einnig oft prentuð
á landabréfum, og er því gott fróðleiksfúsum mönnum að þekkja merking þeirra.
Þessar tell, eða hæðir, sem hér er vikið að, hafa jafnan myndazt þannig, að
ein horgin er byggð á rústum hinnar næstu á undan. í rás aldanna eyðilögðust
þessar borgir, ýmist í hernaði eða af eldi eða jarðskjálftum. En hver þeirra um
sig skildi eftir menjar í rusli og rústum, sem svo mynduÖu jarðlög í ræmurn.
Þegar grafið er í þessar hæðir, kemur yngsta jarðlagið fyrst í Ijós, en þau eldri
síðar eftir því sem dýpra er grafið. Lesa menn svo aldur borganna af jarðlögun-
um, á svipaÖan hátt eins og menn lesa aldur trjáa af árhringum. Uppgröftur
heilla borga eða borgarhluta er ærið kostnaðarsamt fyrirtæki, og árangurinn er