Andvari

Volume

Andvari - 01.03.1969, Page 46

Andvari - 01.03.1969, Page 46
44 VALDIMAR J. EYLANDS ANDVARI talinn mjög merkur staður í þessu efni. Það svæði, sem um var að ræða, náði yfir þrettán ekrur, er voru í eigu níutíu manna, og þurfti að semja við þá alla, livern um sig, áður en framkvæmdir hófust. En þær báru rnikinn og glæsilegan árangur. Jarðlög sýndu, að þarna hafði verið borg snemma á bronzöld, og síðan um aldaraðir. Ýmsar þjóðir höfðu farið með völd þarna og skilið eftir verksum- merld, svo sem Kanverjar, Egyptar og ísraelsmenn, hinir fomu. Dýrmætir munir gerðir úr gulli, alabastri og fílabeini fundust þarna frá valdatímum Egypta, um tólf hundruð árurn f. Kr. Verðmætir munir, sem finnast við uppgröft, verða oft tilefni öfundar og lög- sókna. Verkamenn, sem ráða verður til starfsins í þessurn löndum, eru oft óáreið- anlegir og koma rnörgu, sem þeir finna, undan með leynd og selja til eigin hagn- aðar. Oft er loftslagið mjög óhagstætt, malaría og eiturilugur hafa lagt margan fornleifafræðing að velli. Þá er þessi starfsemi oft lífshættuleg vegna ofbeldis stigamanna eða hjátrúar heimafólks. Víða í þessum löndum þykir það goðgá að raska ró framliðinna, og það þótt þeir hafi hvílt í gröfum sínum í nokkur þúsund ár. Ræningjar koma tíðum aðvífandi úr eyðimörkunum, gera aðsúg að vinnu- flokkum, ræna menn og drepa, þegar þeim hýður svo við að horfa. Þannig var það fyrir nokkrum árum, að brezkur vísindamaður á þessu sviði týndi lífinu í Palestínu. Sagt er, að margir hafi farið sömu leið. En þrátt fyrir alla erfiðleika, hættur, og geipilegan tilkostnað halda menn áfram að grafa og gægjast í iður jarðar. Oftast er rannsóknarsviðið gamalt borgarstæði, eins og t. d. Megiddo, þar sem elcki hefir verið byggt á ný. Er hér jafnan um hæðir að ræða, sem eru mjög áberandi, en þær fyrirfinnast víða í vestlægum Austurlöndum. Þessar hæðir eru nefndar tell (flt. tutul). Þetta orð kemur að sögn fyrst fyrir í babylónskum fræðum, en er tökuorð í rnáli Araba, er þýðir hóll eða hæð. Onnur arabísk orð, sem koma oft fyrir í bókurn á ýmsum málum, þar sem fjallað er um þessi efni, eru: ain, uppspretta; bahr, tjörn; jebel, fjall; kalat, kastali; khirbet, rústir; nahr, fljót; og wadi, uppþornaður árfarvegur eða dalur. Þessi orð eru einnig oft prentuð á landabréfum, og er því gott fróðleiksfúsum mönnum að þekkja merking þeirra. Þessar tell, eða hæðir, sem hér er vikið að, hafa jafnan myndazt þannig, að ein horgin er byggð á rústum hinnar næstu á undan. í rás aldanna eyðilögðust þessar borgir, ýmist í hernaði eða af eldi eða jarðskjálftum. En hver þeirra um sig skildi eftir menjar í rusli og rústum, sem svo mynduÖu jarðlög í ræmurn. Þegar grafið er í þessar hæðir, kemur yngsta jarðlagið fyrst í Ijós, en þau eldri síðar eftir því sem dýpra er grafið. Lesa menn svo aldur borganna af jarðlögun- um, á svipaÖan hátt eins og menn lesa aldur trjáa af árhringum. Uppgröftur heilla borga eða borgarhluta er ærið kostnaðarsamt fyrirtæki, og árangurinn er
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.