Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 76
74
SIGURÐUR ÞÓRARINSSON
ANDVARI
Stokkhólmur á dögum Rellmans. — Málverk frá 1768 eftir Johan Sevenbom.
þar koma við sögu, eru kynntir með eigin orðum Bellmans í inngangi lians að
Pistlunum: „Fredman, nafnkunnur úrsmiður í Stokkhólmi, án úrs, verkstæðis
og verzlunar“ — „Berg gamli [Fader Berg], veggtjaldamálari og höfuðsnillingur
á mörg hljóðfæri" — „Mollberg liðþjálfi, áður húseigandi á Fíornsgötunni og um
skeið riðinn við verksmiðjurekstur, síðar riddari, húslaus, hestlaus og án söðul-
áklæðis, að lokum dansmeistari" — „Mowitz, pólití, frægur fyrir konsert sinn á
kránni Þrjár tunnur.“
Flestar persónur í pistlum Fredmans áttu sér fyrirmyndir í Stokkhólmi raun-
veruleikans á hans dögum, en eins og þær birtast okkur í pistlunum, ljóslif-
andi enn þann dag í dag, eru þær að mestu skapaðar af skáldinu sjálfu, enda
þekkti hann surnar fyrirmyndimar lítið sem ekkert. Fyrirmynd Mowitz var
Frederik Mowitz, hárkollumeistari og stórskotaliði, er lék fyrir dansi á veitinga-
krám. Fyrirmynd Mollbergs var Lorenz Mollberg, sokkagerðarmaður og svall-
ari, músíkalskur og góður dansmaður, en Fredman dregur nafn sitt af Jean
Fredman, sem var úrsmiður, í eina tíð mikilsvirtur borgari, sem hlaut titilinn
hirðúrsmiður, en lagðist í drykkjuskap, varð frægt „original" í Stokkhólmi og
dó í eymd og volæði. Ber Fredman Bellmans mun meiri svip af skáldinu sjálfu
en af nafnanum, enda mun Bellman, einkum á efri árum, hafa fundið til skyld-
leikans með æviferli sínum og liins forfallna úrsmiðs. í ævi Bellmans skiptust á
skin og skúrir. Vegur hans var mestur, er hann naut vináttu og verndar síns list-