Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 37
ANDVAFíI
ALEXANDER JÓHANNESSON
35
munum, sem farið hafa til háskólabygginga, og um 10 ára skeið annazt við-
hald og tækjakaup. Að mínum dómi eru þessi tvö verk hin merkustu, sem
próf. Alexander vann. Hann var formaður byggingarnefndar háskólahússins
og átti sæti í stjórn Happdrættis Háskólans um margra ára skeið og var lengi
stjórnarformaður.
Abrar byggingar. Hér skulu ekki rakin nákvæmlega tildrög að Atvinnu-
deild Háskólans. Þessu máli hafði verið hreyft af Guðmundi Hannessyni í
setningarræðu Háskólans 1924, og síðar létu stjórnmálamenn, svo sem Bjarni
Asgeirsson, Ásgeir Ásgeirsson og Tryggvi Þórhallsson, málið til sín taka.
Alexander Jóhannesson tók málið til meðferðar í rektorstíð sinni og samdi
frumvarp um það 1934. Þessu frumvarpi var vísað til Skipulagsnefndar at-
vinnumála (Rauðku), er samdi svipað frumvarp, sem var samþykkt 1935.
Var síðan sarnið um málið milli Idáskólans og þáverandi kennslumálaráð-
herra, Haralds Guðmundssonar, og í samræmi við það gerð breyting á happ-
drættislögunum. Byggingin var greidd af happdrættisfé, er síðar var endur-
greitt. Tengsl þessarar stofnunar við Háskólann voru vægast sagt lausleg.
Alexander Jóhannesson var formaður byggingarnefndar. Idúsið var vígt 18.
sept. 1937, og sagði Alexander m. a. svo í vígsluræðu sinni:
,,Með þessari stofnun tel eg, að stígið sé stærsta sporið í sögu há-
skólans frá því hann var stofnaður. Háskólanum var í upphafi ætlað
að vera bæði embættismannaskóli og frjáls vísindastofnun. Það er
því í fullu samræmi við hlutverk hans, að hann nú snýr sér að at-
vinnulífi þjóðarinnar. Háskólinn vill stuðla að því að taka virkan
þátt í haráttu þjóðarinnar fyrir efnalegri velgengni hennar, en vís-
indaleg þekking og vísindaleg reynsla er grundvöllur allrar velgengni,
andlegrar og efnalegrar." Vísir 18. sept. 1937.
Þessi orð sýna tvennt. í fyrsta lagi bera þau með sér, að Alexander
Jóhannesson skildi, að háskóli án rannsókna og rannsóknarstofnana er ekki
háskóli. Oltið hefir á ýmsu um skilning manna á þessu. 1 öðru lagi er ljóst,
að Alexander gerði sér miklar vonir um, að Atvinnudeildin yrði raunveruleg
háskólastofnun. Hér skal ekki nánara út í þá sálma farið. En þess má geta,
að Háskólinn hefir, að nokkru, fengið húsið til afnota, og væntanlega fær
hann það allt innan skamms.
Þegar Bretar hernámu Island vorið 1940, tóku þeir Gamla stúdentagarð-
inn til sinna nota. Olli þetta miklum vandræðum fyrir stúdenta. Þegar sýnt