Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 17
ANDVARI
ALEXANDER JÓIIANNESSON
15
bókarmál, og verður að sumu af þessu vikið síðar, en ekkert af því er reist
á sjálfstæðum rannsóknum.
Fyrsta sjálfstæða rit próf. Alexanders um málvísindalegt efni var Frum-
norræn málfræði. Rvk. 1920. Það var mikið vandaverk að semja slíka bók.
Það liggur í eðli málsins. I fyrsta lagi er það, að frumnorrænar málleifar,
sem geymast á rúnaristum, eru til þess að gera fátæklegar og voru enn fá-
tæklegri þá en nú, því að margar ristur bafa fundizt, síðan bókin var rituð.
Annað er það, að bæði orða- og beygingaforði er mjög einhliða, mjög margar
beygingamyndir, sem enginn efar, að til hafi verið á frumnorrænum tírna,
koma alls ekki fyrir. Þeim varð því með engu móti ,,safnað“ — þær fyrir-
fundust ekki. En bvaða aðferð mátti þá nota? Hér var engin leið til önnur
en samanburður við önnur mál. Nú kom Alexander að gagni sú menntun
í samanburðarmálfræði, sem hann hafði fengið í Höfn, einkum hjá Her-
mann Mpller. Honum segist svo sjálfum frá: „Eftir sex ár lauk ég meistara-
prófi í þýzkurn fræðum og bafði þá m. a. numið öll germönsku málin, got-
nesku, fornháþýzku (miðháþýzku og nýháþýzku), lágþýzku1) (miðlágþýzku
°g lágþýzku), engilsaxnesku o. fl.“ (Skírnir 1964, bls. 56—57). Þetta var
nauðsynleg undirstaða.
Mér vitanlega hafði aldrei áður verið samin samfelld frumnorræn mál-
fræði, en vitaskuld höfðu verið skrifaðar einstakar ritgerðir urn sérstakar
rúnaristur og þá auðvitað vikið að ýmsum vandamálum, sem vörðuðu þessa
frumtungu norrænna mála. Bókin vakti mikla athygli erlendis og var þýdd
á þýzku: Grammatik der urnordischen Runeninschriften, Heidelberg 1923
(Germanische Bibliothek, herausgeg. von W. Streitberg I, 1, 11). Bæði um
íslenzku og þýzku útgáfuna birtust margir ritdómar, og eru bér ekki tök á
að rekja þá, en þó skal nokkuð vitnað til þess, sem George Flom (University
of Illinois) befir um bana (ísl. útgáfuna) að segja í The American Journal
of Philology, Vol. XLVI (1925), bls. 87—89. Próf. Flom lýsir starfsaðferð-
um höfundar á svipaðan bátt og ég hefi gert hér að framan og telur þær
réttar (,,I think that the author has adopted the right method of presentation
m a case of this kind“). Arangurinn af starfi höfundar telur hann vera sæmi-
lega fullkomna mynd af máli þessa tíma („a fairly complete picture of the
language of the time"). Prófessor Flom ræðir allmikið um inngang hókar-
innar, er sammála höfundi um sögu rúnanna, en gagnrýnir skoðanir hans á
1) Hér mun eiga að standa fomsaxnesku. H. H.