Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 146
144
SVEINN SKORRI HÖSKULDSSON
ANDVARI
okkar hér fyrir sunnan. Skrifa sem mest í þriðju persónu. Akademískur, já, en
í hófi. Læra af hljóðritanum."
Hér virðist með öðrum orðum eiga byggja út sögumanninum, hinum dular-
fulla Plús Ex. Þótt mótsagnakennt kunni að virðast, er áhrifaríkast bragð höf-
undar í þessu skyni að byggja sögumann sinn inn í verkið. Umbi er í senn sögu-
maður og persóna í sögunni. Það mun margra dómur, að frásögn í fyrstu per-
sónu orki oftast trúverðuglegar á lesanda sinn en frásögn í þriðju persónu. Sá
veikleiki fylgir hins vegar þessum frásagnarhætti, að oft sést persónan, sem segir
frá, miður en aðrar af þeirri eðlilegu ástæðu, að hún getur ekki séð sjálfa sig.
Þetta veit Laxness og lætur því bæði biskupinn og Uu lýsa því, hversu Umbi
kernur þeim fyrir sjónir og orkar á þau.
Það hlé, sem orðið hefur á skáldsagnaritun Laxness, hefur hann m. a. notað til
leikritagerðar. Kristnihald. undir jökli ber glögg rnerki áhrifa frá listformi leikrita,
og þegar þessar línur eru ritaðar, hefur frétzt um væntanlega leikgerð af sög-
unni. Þetta er ekki epísk saga í sama skilningi og flestar fyrri skáldsögur höf-
undar, frernur mætti kalla hana dramatíska. Það kynni líka að vera vert athug-
unar, að hve miklu leyti frásagnartækni Laxness í þessari sögu á rætur í nýja
rómaninum eða öllu heldur umræðum um hann.
Eins og við íslendingar eigum að vita öðrum betur, er Laxness mikill galdra-
maður. Hann gerir mönnum sjónhverfingar og bruggar töfradrykki, sem viðtak-
endur vita eigi gjörla, úr hverjum frumefnum eru gerðir. Oft minnir sköpunar-
gáfa hans á þann njarðarvött, sem dregið hefur sér vökva af ólíkum slóðum, en
þegar svampur þessi er kreistur, streymir þaðan vatn með einum lit og einu
bragði.
Það þekkjum við frá mörgum eldri verkum Laxness, hversu dirfskufullt hann
hefur notað sér eldri heimildir lifandi lífs og ritaðs máls. Af þessurn efniviði hafa
risið sjálfstæðar veraldir, sem engum lögum lúta nema lögmálum sjálfra sín.
Kristnihald undir Jökli er enn eitt slíkt verk frá hendi Laxness.
Þessari yfirborðslegu umgetningu meðal prósaverka ársins 1968 er ekki ætlað
hlutverk neinnar bókmenntakönnunar eða rakningar sköpunarsögu, en ég vil þó
ekki láta hjá líða að benda á tvær mikilvægar heimildir að baki verkinu.
Fyrst er þá að nefna, eins og Laxness hefur sjálfur hent á, bók Jules Vernes,
Voyage au centre de la terre, eða Leyndardóma Snæfellsjökids, eins og hún kall-
ast í styttri þýðingu Bjarna Guðmundssonar. Þar er einmitt gott dæmi um það,
hversu Laxness verður oft mikið úr litlu.
í fjórtánda kafla bókarinnar (ellefta kafla í íslenzku þýðingunni) er því lýst,
er prófessor Otto Lidenbrock og fylgdarmenn hans komu að prestssetrinu á Stapa.
Er prestinum svo lýst í þýðingu Bjarna Guðmundssonar: