Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 186
184
ARNÓR SIGURJÓNSSON
ANDVARI
mennirnir undu því vel allan þann tíma og þótti vænt um bæði félag sitt og for-
stöðumanninn. En svo að ég verði ekki sakaður um að gera hlut Péturs meiri en
hann var, skal þess getið, að hann tók við góðum arfi kynslóðarinnar, er á undan
lionum gekk, og naut alltaf fylgis og aðstoðar hins snjalla áróðursmanns, Bene-
dikts á Auðnum. Sndligáfu góðs og góðviljaðs áróðursmanns þykist ég líka geta
metið að nokkru, þó að ég meti gáfur manna ekki einhliða eftir henni, eins og
mér finnst Þorsteinn Thorarensen og ýmsir fleiri gera.
Pétur á Gautlöndum var yngstur þeirra forystumanna Þjóðliðsins og Huldu-
íélagsins, fæddur 28. ágúst 1858, fullurn þremur árum yngri en Jón í Múla, sex
árum yngri en Sigurður í Yztafelli, tólf árum yngri en Benedikt á Auðnum. Þó
varð hann fyrr en varði foringinn í þessurn foringjahópi. Þetta var vegna þess,
að hann var þeirra allra kjarkmestur, „gáfaðastur“ og „greindastur" til úrræða,
— og þó að undarlegt megi virðast um ekki „gáfaðri“ mann til venjulegs áróðurs í
ræðu og riti, — þeirra kjarkmestur til sjálfstæðrar hugsunar og skoðanaflutnings.
Þetta kom fram þegar í æsku hans, er hann tók að gefa út sveitablað það, er
hann var ritstjóri að nokkur ár, Óspak. Þar er þegar að finna margar þær hug-
myndir, sem voru einkennandi fyrir kynslóð hans í Þingeyjarsýslu.
Þetta er orðið langt mál, og læt ég því staðar numið að gera athugasemdir við
það, sem Þorsteinn Thorarensen segir um Þingeyinga í riti sínu, Gróandi þjóð-
Hf. Margt er þar þó enn, sem ég lít öðruvísi á en hann. Eg vona, að lesendur rit-
gerðar þessarar og jafnvel Þorsteinn sjálfur virði mér til vorkunnar, að ég hef
ekki getað látið ómótmælt ýmsu því, sem hann segir um þá kynslóð, sem fór á
undan mér og mínum jafnöldrum í Þingeyjarsýslu, og þó sérstaklega því, er
hann segir um forystumenn þeirrar kynslóðar. Eg hafði í æsku minni ekki efni á
nema tveggja vetra reglulegri skólagöngu, og mína menntun og þroska, hvað sem
um það má segja — sótti ég sem sjálfsmenntun í slóð kynslóðarinnar á undan
mér í Þingeyjarsýslu og naut margs þess, er hún hafði sér aflað. Ég er því þeirri
kynslóð þakklátur og sérstaklega þeim, er forystu höfðu um það að ryðja þá slóð,
og ég tel mér skylt að taka svari þeirra, þegar ntér finnst á þá hallað eða þeir
eru herfilega misskildir. Mér finnst um sumt, er Þorsteinn segir, gæta hrapallegs
misskilnings, og misskilningur hans vera borinn fram ýmist af ógætni, dælsku,
frekju eða jafnvel stráksskap. Ég hef reynt að benda á þetta og svara þessu hisp-
urslaust, e. t. v. sums staðar dálítið óvægið, en þó aldrei fremur en mér finnst full
efni til. Jafnframt hef ég viljað veita Þorsteini þá viðurkenningu, sem mér finnst
hann eiga skilið, því að ég er honum þakklátur fyrir það, að hann hefur hrist
mig töluvert með ýmsum athugasemdum sínum, og maður sem orðinn er 76
ára, eins og ég er nú, þarf að vera hristur töluvert, ef hann á að haldast andlega
vakandi. Ritað í Bexhill á Englandi vorið 1969.