Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 26
24
HALLDÓR HALLDÓRSSON
ANDVARl
En hverjar eru þá þessar kenningar próf. Alexanders um uppruna mann-
legs máls? I mjög stuttu máli eru þær á þessa leið: Uppruni mannlegs máls
er ferns konar. Elzt eru svo kölluð geðbrigðahljóð1) og fmmþarfaorð. Geð-
brigðahljóðin eru „ósjálfráð hljóð, er urðu til, er frummaðurinn komst í geðs-
hræringu, gladdist eða hryggðist, varð hræddur, reiður o. s. frv.“ (Up'pruni
mannlegs máls, bls. 45). „Þessi hljóð eru svipaðs eðlis eins og ýmis dýra-
hljóð, t. d. öskur villidýra, mjálrn katta, haul í kúm, hnegg hesta o. s. frv.“
(Op. cit., bls. 66). Næst koma hljóðgervingar, öðru nafni eftirhermur nátt-
úruhljóða. Skal þeim nú lýst með orðurn próf. Alexanders sjálfs: „Hann
[þ. e. frummaðurinn] sér fyrst og fremst dýr jarðar, fugla himins og allt, sem
skríður og hleypur um á jörðunni eða buslar í ám og sjó, og hann heyrir hin
ýmsu og margbreyttu hljóð, einnig þrumur og eldingar, nið sjávar og þyt
vindsins, hvísl í laufblöðum, hjal lækja og yndisfagran söng fugla, en einnig
þunglamaleg hljóð, er brim veltur við sjávarströnd eða þungir hlutir detta
og hlammast niður. Hann hefir mikla þörf fyrir að geta lýst öllum þessum
hljóðum og nú hefst það tímabil í sögu mannlegs máls, er hann fer að herma
eftir þessum hljóðum, og eru þessar eftirhermur venjulega nefndar hljóð-
gervingar" (Op. cit. 66—67). Þriðja stigið er svo látæðisorð, en þau skil-
greinir próf Alexander sem „eftirhermur á lögun hlutanna í náttúrunnar
ríki og hreyfingum" (Op. cit. 105), og á öðrum stað í sama riti segir hann:
„en er hann þ. e. [maðurinn] komst upp á það að gera sér verkfæri til notk-
unar við veiðar, til söfnunar fæðu og annarra hluta, tóku talfærin við starfi
handanna og manninum lærðist að herrna eftir lögun hluta í náttúrunnar
ríki með margs konar hreyfingum talfæranna, einkum tungunnar“ (bls. 184).
Þetta er meginatriðið í kenningu próf. Alexanders, sem kölluð er látæðis-
kenningin, og taldi hann aðalstofn mannlegs máls eiga rætur að rekja til
látæðisorða. Fjórða stigið telur hann svo myndun sértækra (abstrakt) orða,
sem þróazt hafi af hinum, sem fyrir voru.
Engin þeirra tilgátna, sem nú hefir verið minnzt á, var ný af nálinni,
þegar próf. Alexander tók að velta fyrir sér uppruna mannlegs máls. Um
þær hafði verið skrifað áður. Það er misskilningur, sem ég hefi oft orðið var
við, að látæðiskenningin sé hugarsmíð próf. Alexanders. Hún var áður vel
kunn og stundum nefnd ,,wig-wag“-kenningin. Látæðiskenningin, sem mér
1) Stundum nefnir próf. Alexander þetta fyrirbæri viðbragðsorð.