Andvari

Árgangur

Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 43

Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 43
VALDIMAR J. EYLANDS: LJÓS ÚR AUSTRI Þegar menn ferðast um löndin, sem liggja fyrir botni Miðjarðarhafsins og nefnast hin vestlægu Austurlönd, má oft að sumri til sjá hópa af verkamönnum að iðju, sem kemur ókunnugum einkennilega fyrir sjónir. Menn eru að grafa inn í fjallshlíðar, hóla og hauga, stundum fjarri alfaraleið, en stundum rétt við þjóðvegina. í fyrstu mætti ætla, að hér væru vegabótamenn að verki eða hér sé verið að leita að olíu eða málmum. En svo er þó ekki. Þetta eru fornleifafræð- ingar, lærdómsmenn, sem leggja stund á fomaldarsögu og mannfræði, og vinnu- lið þ eirra. Vinnuliðið er oft hópar námsmanna í sumarleyfum frá háskólanámi. Uppgröftur fornminja, undir umsjón fræðimanna á þessu sviði, er oft gerður að skyldugrein á námsferli þeirra. Fomleifagröftur í þessum löndum hófst fyrir alvöru árið 1865. Stóðu samtök, sem nefnast Rannsóknarfélag Palestínu, fyrir fyrstu framkvæmdunum. Sam- kvæmt stofnskrá þessa félags var tilgangurinn sá „að rannsaka fomleifafræði, mannfræði og þjóðfélagsfræði Landsins helga til skýringar og staðfestu Heil- agrar ritningar." Hugmyndin var sú að efla sannfræði Ritningarinnar og stað- setja frásagnir hennar og greina aldur þeirra. En verksvið fornleifafræðinnar er nú miklu yfirgripsmeira en það var í fyrstu, samkvæmt ofangreindri stefnuskrá. Fjöldi annarra félaga hefur verið myndaður til eflingar fornminja-rannsóknum, og einstakir auðmenn hafa skipulagt og kostað leiðangra í þessum tilgangi. I þeim þátturn, sem hér eru skráðir, verður gerð tilraun til þess að gera grein fvrir, hvers vegna menn leggja stund á fornleifafræði, hvers konar vísindagrein hér er um aS ræða og hvemig rannsóknum er háttað. Einnig verður reynt að hregða upp smámyndum af því, sem áunnizt hefir, og sýna, hvers konar fróð- leikur það er, sem menn hafa grafið úr iðrum jarðar um sögu og menningu löngu horfinna kynslóða. Fornleifafræðin er grein mannkynssögunnar, en ólík henni að því leyti, að hún leitar fræðslu, sem er ekki numin af bókum, heldur úr jarðlögum, haugum, rústum borga og bæja, hrundum stórhýsum ýmiss konar, af áletmnum grafhvelf- inga, leirkemm og leifum, sem finnast í gröfum framliðinna. StarfssviS fomleifa-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.