Andvari - 01.03.1969, Side 43
VALDIMAR J. EYLANDS:
LJÓS ÚR AUSTRI
Þegar menn ferðast um löndin, sem liggja fyrir botni Miðjarðarhafsins og
nefnast hin vestlægu Austurlönd, má oft að sumri til sjá hópa af verkamönnum
að iðju, sem kemur ókunnugum einkennilega fyrir sjónir. Menn eru að grafa
inn í fjallshlíðar, hóla og hauga, stundum fjarri alfaraleið, en stundum rétt við
þjóðvegina. í fyrstu mætti ætla, að hér væru vegabótamenn að verki eða hér sé
verið að leita að olíu eða málmum. En svo er þó ekki. Þetta eru fornleifafræð-
ingar, lærdómsmenn, sem leggja stund á fomaldarsögu og mannfræði, og vinnu-
lið þ eirra. Vinnuliðið er oft hópar námsmanna í sumarleyfum frá háskólanámi.
Uppgröftur fornminja, undir umsjón fræðimanna á þessu sviði, er oft gerður að
skyldugrein á námsferli þeirra.
Fomleifagröftur í þessum löndum hófst fyrir alvöru árið 1865. Stóðu samtök,
sem nefnast Rannsóknarfélag Palestínu, fyrir fyrstu framkvæmdunum. Sam-
kvæmt stofnskrá þessa félags var tilgangurinn sá „að rannsaka fomleifafræði,
mannfræði og þjóðfélagsfræði Landsins helga til skýringar og staðfestu Heil-
agrar ritningar." Hugmyndin var sú að efla sannfræði Ritningarinnar og stað-
setja frásagnir hennar og greina aldur þeirra.
En verksvið fornleifafræðinnar er nú miklu yfirgripsmeira en það var í fyrstu,
samkvæmt ofangreindri stefnuskrá. Fjöldi annarra félaga hefur verið myndaður
til eflingar fornminja-rannsóknum, og einstakir auðmenn hafa skipulagt og kostað
leiðangra í þessum tilgangi.
I þeim þátturn, sem hér eru skráðir, verður gerð tilraun til þess að gera grein
fvrir, hvers vegna menn leggja stund á fornleifafræði, hvers konar vísindagrein
hér er um aS ræða og hvemig rannsóknum er háttað. Einnig verður reynt að
hregða upp smámyndum af því, sem áunnizt hefir, og sýna, hvers konar fróð-
leikur það er, sem menn hafa grafið úr iðrum jarðar um sögu og menningu löngu
horfinna kynslóða.
Fornleifafræðin er grein mannkynssögunnar, en ólík henni að því leyti, að
hún leitar fræðslu, sem er ekki numin af bókum, heldur úr jarðlögum, haugum,
rústum borga og bæja, hrundum stórhýsum ýmiss konar, af áletmnum grafhvelf-
inga, leirkemm og leifum, sem finnast í gröfum framliðinna. StarfssviS fomleifa-