Andvari

Árgangur

Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 91

Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 91
andvari ALDARÁRTÍÐ KRISTJÁNS FJALLASKÁLDS 89 hafa haft hönd í bagga. Hún lifði Kristján og meira að segja 10 árum lengur. (Dó 1879, 77 ára, sem „skjólstæðingur" hjá frændfólki sínu á Víkingavatni). Mér finnst vel hugsanlegt, að frændfólkið hafi, m. a. fyrir milligöngu móðurinnar, veitt honum eitthvað rýmri tíma til andlegrar iðju en venjulegt var að vinnu- menn hefðu. Þessi unglingur, sem réttilega var nefndur „undrabarn", varð svo lesinn í bókmenntum og lærður í tungumálum meS sjálfsnámi í vinnumennsk- unni, að furðu gegnir, og það þótt hann kunni að hafa haft eitthvað ríflegri tómstundir en vandalaus hjú. Á Hólsfjöllum hófst frægðarsaga Kristjáns. Þar yrkir hann innan við tvítugt og rúmlega tvítugur Ijóð, sem birt voru í blööum og þjóðin lærði samstundis og tók inn í samtíÖar- og framtíÖarsöngva sína, svo sem kvæÖin: Haust, Dettifoss, Vonin, Lindin og Svanurinn. Þar þýddi hann ljóð eftir fræga erlenda höfunda, svo sem: Byron, Tegnér og Thomas Moore. Þar orti hann viðkvæm og fögur eftirmæli fyrir syrgjendur. Þar kvaðst hann á bæði fyrir sjálfan sig og aðra sem óhlífilegur og háðskur orðhákur og lét bögur fjúka um daginn og veginn, því að honum var létt um kveðskapinn og fólkið næmt á það, sem hann hafði að segja. Friðrik Guðmundsson Árnasonar bónda á Víðihóli á Hólsfjöllum ritaði endurminningar á efri árum vestan hafs fyrir blaðið Heimskringlu. í minn- ingum sínum talar hann allmikiö unr Kristján Fjallaskáld. Hann telur, að Krist- ján hafi verið þunglyndur, fáskiptinn og hlédrægur, nema sérstaklega reyndi á. Skemmtilega sögu segir Friðrik af því, hvernig Kristján bjargaði málum, þegar fjöldi brúðkaupsgesta beið á veizlustað brúðhjóna, sem höfðu orðið að sækja vígslu í aðra sveit og tafizt meira en gert var ráð fyrir. Voru veizlugestir komnir að því að gefast upp á biðinni og hverfa heimleiÖis. Gekk þá Kristján fram og skemmti með bundnu máli og óbundnu, svo karlmenn og konur grétu af hlátri. Lék hann þannig lengi eða þangað til brúðhjónin riðu í hlaÖ og sjálf veizlan gat hafizt. Lengi var þessa Kristjáns-þáttar minnzt í sveitinni sem ógleymanlegs atburðar. Friðrik segist hafa verið 22 ára, þegar hann fór af Hólsfjöllum, en þá var Kristján dáinn fyrir meira en áratug. Friðrik segir: „Allan þann tíma frá því, að ég fór fyrst að taka eftir því, sem gerÖist í kring um mig, þá var jafnan eitthvað með Kristján að gera, og þá kom það ævinlega þannig út, að hann var sérstök uppáhaldseign sérhvers heimilis á Fjöllum, hvers einstaks manns, og vísur hans og ljóð voru daglega sungin og kveðin. Þetta er einkennilegt. Eins og Kristján gaf meinlega kinnhesta við sérstök tækifæri, þá heyrðist ekki úr nokkurri átt, að hreyft væri ónotum eða illu umtali gegn honum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.