Andvari

Árgangur

Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 108

Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 108
106 JAKOB BENEDIKTSSON ANDVARI orðum. Eigi að síður var þessi bók merkilegur áfangi í málhreinsunarstarfi, og útskýringar Konráðs hafa vafalaust orðið mörgum hvatning til að finna orð um sum þau liugtök sem honurn hafði ekki tekizt að þýða með einu orði. Benedikt Gröndal vann hjá Konráði við hreinritun á dönsku orðabókinni undir lokin og hefur lýst því á skemmtilegan hátt. Hann segir þar meðal annars að hann hafi komið til Konráðs „á hverjum morgni klukkan níu til að skrifa eftir honum til orðabókarinnar. Handritið var ekki fullgert fyrirfram, heldur jafn- óðum og prentað var... Nú var Konráð oft fjarska lengi að hugsa sig um og leita að íslenzkum citötum, hæði í fornritum, en einkum í Cleasbyssafninu, sem var geymt hjá honum, og tók þetta oft og tíðum langa stund, oft fjórðung stundar og enda meira, sem ég beið með pennann í hendinni og hafði ekkert að skrifa; hafði ég því bók við hliðina á mér til að lesa í á meðan (í þetta sinn var það „Mathilde" eftir Eugéne Sue), og hafði svo lengi gengið, að Konráð hafði ekki skipt sér af því, með því líka ég var fljótur og góður ritari. En allt í einu stendur Konráð upp, rífur af sér frakkann og tekur til að skamma mig fyrir það, að ég sé annað að gera og sinni honum ekki; þannig lét hann dæluna ganga í hálfa stund eða meir og barði sig allan utan og þjösnaðist um allt gólfið, en ég sat rólegur og skipti mér ekkert af þessu, og sagði ekki eitt orð; síðan fer Konráð aftur í frakkann og segir, að nú sé bezt við förum út".11 Síðan segir Gröndal að þeir hafi farið á veitingahús og lifað dýrðlega í mat og drykk það sem eftir var dagsins. Rétt mun nú að taka þessa lýsingu ekki alltof bókstaflega, þó að eitthvað þessu líkt hafi borið við endrum og sinnum. Hitt er vafalaust rétt að vinnubrögð Konráðs hafa ekki verið þau sömu og nú mundu þykja heppi- legust við orðabókarstörf, en hvað sem því líður, þá er árangurinn það sem máli skiptir, og með afrekum sínum á þessu sviði hefur Konráð unnið sér sess meðal íslenzkra brautryðjenda í orðabókargerð, þó að því hafi síður verið á lofti haldið en ýmsum öðrum störfum hans. Þess var áður getið að Jón Þorkelsson, síðar rektor, hefði unnið að því að búa Lexicon poéticum undir prentun. Eftir að hann kom heim til íslands og varð kennrri við latínuskólann tók hann til við orðasöfnun, fyrst úr fornu máli, síðar einnig úr máli síðari alda. En hann fór ekki að dæmi Hallgríms Schevings að hrúga upp safni án þess að birta neitt, heldur gaf hann út söfn sín smátt og smátt fyrst í stað í boðsritum latínuskólans. A árunum 1876—85 komu þar út tvö söfn á þennan hátt, Supplement til islandske ordböger I og II. Þar var einkum um að ræða viðbætur við þær fornmálsorðabækur sem þá voru út komnar, en þó með talsverðum viðaukum úr ritum frá 16. og 17. öld. í síðari útgáfunni af 11) Benedikt Gröndal, Dægradvöl (Rvík 1965), 126-27.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.