Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 19
ANDVARI
ALEXANDER JÓHANNESSON
17
und altnorwegische Grammatík. Halle 1903. Þess ber þó að geta, að niður-
skipan efnis er með allt öðrum hætti, einkum í fyrri hlutanum (Hljóðfræði),
og Inngangur er miklu rækilegri, um forngermönsk mál, Norðurlandamál
og fornar íslenzkar málheimildir (handrit). Um efnisskipan fór höfundur
eftir þýzkum fyrirmyndum. Þá er og margs konar efni annað í bókinni en
í málfræði Noreens, því að bann hefir miklu minna af forngermönsku og
indógermönsku efni en próf. Alexander. Þá er og margt af efni, sem rann-
sóknir áranna frá 1903 til útkomu bókarinnar höfðu leitt í ljós, tekið upp
í bók próf Alexanders. En þess má geta, að bók Noreens var gefin út aftur
1923.
Að baki bókar próf. Alexanders liggur geysilegt verk. Hann hefir kynnt
sér langsamlega flest af því, sem ritað hafði verið um það, sem varðaði efni
hennar. Hinu ber ekki að neita, að bókin er nokkuð flausturslega samin.
Fyrir kemur, að baldið er fram einni kenningu á einum stað í bókinni, en
annarri á öðrum, og sumar af kenningum höfundar fá ekki staðizt miðað
við það stig, sem þessi fræði stóðu á þá. Allt um það var þetta merkisrit á
þessum tíma, enda kallar Gustav Neckel það í ritdómi sínum í Arkiv „dieses
gross angelegte, fleissige und fördersame Werk“ og telur, að fræðimenn í
germönskum fræðum og samanburðarmálfræði megi ekki láta það fram hjá
sér fara (Arkiv 1927, bls. 373—376).
Hitt er ekkert undarlegt, að síðan bókin var útgefin, fyrir rúmum 40
árum, hafa rannsóknir í germanskri málvísi tekið svo miklum stakkaskipt-
um, að bókin er nú að verulegu leyti úrelt. Slík verða örlög flestra fræðirita.
Árið 1926 kom frá hendi Alexanders bókin Hugur og tunga, alþýðlegt
rit og skemmtilegt, sem fjallar einkum um hljóðgervinga (t. d. upphróp-
anir) og ummyndanir orða (alþýðuskýringar). Eg hefi miklar mætur á þess-
ari bók, þótt vart verði hún talin til meiri báttar verka Alexanders. Um hana
ritaði m. a. Axel Johan Uppwall (University of Pennsylvania) og hyggur,
að flestir muni telja, að höfundur grundvalli fullyrðingar sínar á heilbrigð-
um málvísilegum forsendum („that he bases his assertion on sane philo-
logical premises most will admit“. Scandinavian Studies and Notes. Vol IX,
8, bls. 275; ritdómurinn í heild er á bls. 273—275).
Næsta málvísirit próf Alexanders var Die Suffixe im Islandischen (Fylgir
Árbók Háskóla íslands 1927), Rvk. 1928. Hér er urn að ræða rannsókn á
viðskeytum, sem fyrir koma í íslenzkum orðum bæði úr fornu máli og nú-