Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 95
ANDVARI
ALDARÁRTÍÐ KRISTJÁNS FJALLASKÁLDS
93
Þótt syngi skáldin sorgaróð
og sárum lýsi harmi
og eilíf sendi ástarljóð
frá eldgjósandi barmi,
þeirra kvein og harmahljóð,
hryggð og tárastraumur,
er ólga lætur æskublóð —
allt er skáldadraumur.
Matthías Jochumsson lauk skólanámi 1865 eða ári eftir að Kristján settist í
Latínuskólann. Hann var orðinn prestur að Móum, þegar Kristján dó. Þá segir
hann í bréfi til Eggerts O. Briem á sinn hressilega hátt, þegar hann rninnist á
lát Kristjáns:
„Nær mér var höggvið, enda þótt við aldrei værurn vinir. Ég sakna þess að
eiga aldrei von á að hey'ra neina lífsfrískandi beinakerlingarbögu, því síður hetju-
lega hróðargrein, né tröllaukinn talshátt frá Kristjáns kraftaskáldskapar tröllabotn-
um til mín kallanda. Kristjáns brjóst — eða höfuð — eða hugarborg var eins konar
Goðafoss — (eða gat verið það) — eða eins konar Þórisdalur, fullur af forneskju og
fjölrömmum kröftum, — honum var gefiÖ vald á fáránlegu og fágætu orðfæri,
sem börðu í mann heiftarheitum tilfinningum. Þó dó hann fyrr en honum auðn-
aðist að sýna nema aðeins lítinn vott þess, sem í hans skapi bjó og fyrir hann
hafði borið. En svona deyja og allir miklir íslendingar. Við erum í samanburði
við menntamenn heimsins fáeinir auðnuleysingjar, sem lifa hálfa ævi, og ekki á
öðru en vanheilsu, sorg og brennivíni, háðung og hákarlsruÖum og deyjum fyrr
en góðu dagarnir koma, þ. e. samræmi og stilling á sál og lífi.“
Og Matthías sendi ljóðabréf til upplesturs í samkvæmi, sem vinir Kristjáns
í Reykjavík héldu til að heiÖra minningu hans voriÖ eftir að hann dó. Þar í er
þessi fallega vísa, sem hefir reynzt spásögn:
Beztu Ijóðum listamanns
leynir ei nóttin svarta,
fóstran góða, gamla hans
geymir þau öll í hjarta.
Margt er það í mannheimi, sem „nóttin svarta leynir“, þegar tímar hafa liðið.
Skoðanir, þekkingaratriði, skynsamlegar ályktanir rökhyggju, — allt sem bundið
er sínum tíma og háð breytileik tilverunnar, kemur um stund, en fer inn í nið-
dimmu næturinnar, svo fljótt sem rýmingarþörfin krefur. Þannig er þetta með
skáldverk sem annað.