Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 105
ANDVAM
ÍSLENZK ORÐABÓKARSTÖRF Á 19. ÖLD
103
áttu þeir eftir að leggja fram drjúgan skerf til þeirra mála. Orðabókin kom síSan
út í heftum á árunurn 1854—60. Þessi orSabók, Lexicon poeticum antiquae lin-
guae septentrionalis, eSa fornnorræn skáldamálsbók, er ótrúlegt stórvirki þegar á
þaS er litiS aS hún er unnin viS þær aSstæSur sem flestir hefSu látiS sér í augum
vaxa. Torfærurnar voru margvíslegar: skortur á viShlítandi útgáfum á fjölda
texta, svo aS safna varS orSum úr uppskriftum handrita; handritin í öSru landi og
engin kostur fyrir Sveinbjörn aS leita frekari vitneskju þaSan nema meS tilstyrk
Hafnar-íslendinga; hjálpargögn öll mjög af skornum skammti og eldri vísna-
skýringar sem til voru margar hverjar æSi bágbomar. MeS Lexicon poéticum var
hinsvegar skapaSur algerlega nýr grundvöllur undir allar rannsóknir á fornum
kvæSum og tungumáli þeirra. Og þó aS Lexicon poéticum sé nú af eSlilegum
orsökum úrelt um margt — m. a. vegna þess aS textarnir sem orSabókin studdist
viS vom ekki alltaf nógu öruggir — þá má ennþá sækja þangaS margan fróSleik
sem stendur ekki í endurútgáfu Finns Jónssonar, enda þótt þar sé margt réttar
skýrt, eins og aS líkum lætur. ÞaS hefur meira aS segja boriS viS oftar en einu
sinni aS fræSimenn hafa á síSustu áratugum veriS aS uppgötva skýring-'r sem
standa í hinni gömlu bók Sveinbjarnar, sem yngri menn þykjast vaxnir upp úr
aS líta í. Sveinbjörn Egilsson var svo gagnkunnugur fomu máli lausu jafnt sem
bundnu aS sú mikla þekking dugSi drjúgt til rS vega á móti lærdómsskorti á
öSrum sviSum, svo sem í samanburSarmálfræSi og fornskáldskap annarra ger-
manskra þjóSa.
Þess er rétt aS geta áSur en skilizt er viS Sveinbjörn og Lexicon poéticum, aS
Rafn fékk Benedikt Gröndal til aS semja einskonar srmheitaorSabók eSa lykil
viS Lexicon poéticum, þar sem kenningum og heitum er raSaS saman eftir merk-
ingum. Þessi bók, Clavis poética, kom út 1864, og er enn í dag eina bók sinnar
tegundar og því býsna þarfleg þeim sem fást viS fornan skáldskap.
Nú verSur aS hverfa ögn aftur í tímann. AriS 1839 kom til Kaupmanna-
hafnar enskur maSur, Richard Cleasby aS nafni. Hann var áhugamaSur um
tungumál og vel efnum búinn. Hann fór aS leggja stund á íslenzku hjá KonráSi
Gíslasyni, og um voriS 1840 mrS þaS aS samningum milli þeirra aS KonráS skyldi
fara aS safna til forníslenzkrar orSabókar, en Cleasby skyldi kosta fyrirtækiS.
Ýmsir aSrir Islendingar unnu aS þessu starfi meS KonráSi, m. a. Brynjólfur Pét-
ursson, Brynjólfur Snorrrson og Halldór Kr. FriSriksson, en KonráS stóS fyrir
verkinu. Cleasby fékk bráSlega vitneskju um skáldamálsorSabók Sveinbjarnar
Egilssonar, og varS þá aS ráSi aS milli þessara orSabóka yrSi verkaskipting. enda
hafSi Cleasby heitiS Rafn fjárstuSningi til þess aS gefa út orSrbók Sveinbjamar.
AriS 1847 var orSabókarverki KonráSs svo langt komiS aS sett var sýnishorn af
nokkrum orSabókargreinum. En sama haust andaSist Cleasby eftir skammvinrta