Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 183
ANDVARI
UM GRÓANDI ÞJÓÐLÍF ÞORSTEINS THORARENSENS
181
um nákomnust að því leyti, að hún vann honum eigi aðeins heima á Gautlönd-
um, er hún fékh þroska til sem harn og síðan ung stúlka, heldur fylgdi hún
honurn einnig til Reykjavíkur og hjó honum þar heimili, er hann veitti forstöðu
útflutningsnefnd á stríðsárunum fyrri og varð þar á eftir ráðherra. Hún aflaði
sér því aðallega menntunar heima hjá föður sínum, þar til hún fór til skamm-
vinnrar utanfarar eftir andlát hans, þá komin á fertugsaldur. En um hana hef
ég það að segja, að ég hef ekki kynnzt annarri konu hér á landi mér óvanda-
bundinni, sem ég hef metið og virt meira og það jafnt fyrir menntun hennar
og það, sem mér fannst hún rnundi hafa verið borin til. Með þessu hvoru tveggja
bar hún föður sínum það vitni, sem ég hlaut að meta.
Hér finnst mér reyndar ekki þurfa að leiða fleiri vitni að því, hvers konar
maður Pétur á Gautlöndum var. Þó hef ég löngun til að leiða enn að því eitt
vitni, og mega lesendurnir vera sjálfráðir að því, hvernig þeir meta það. Mig
rninnir, að það hafi verið að áliðnu sumri 1915, að Pétur á Gauílöndum hafði
komið á reiðhesti þeim, er flestar ferðir bar hann um héraðið, ofan í Einars-
staði, fengið þar greiða ferð til Húsavíkur (líklega með fyrsta bílnurn, sem í
héraðið kom, „Þorólfsbilnum"), en sendi föður mínum hestinn reiðtygjalausan
með ósk um, að honum væri komið á veginn ofan við heiðarbrúnina á Litlu-
laugum, en sá vegur var oft farinn milli uppbæja Mývatnssveitar og Húsavíkur.
Það kom í minn hlut að leiða hestinn á götuna. Hafði ég til þess óvandaðan
einteyming, enda hafði mér ekki í hug komið að njóta hestsins að nokkru. Ég
hef aldrei þótt hestamaður, jafnvel ekki kunnað að gagni að ríða hesti til vek-
urðar eða tölts. En mér finnst þó ég skilja hesta stundum og þeir mig, og það
svo, að þeir geri stundum óvænta hluti mér til ánægju. Þetta var frægur hestur
í héraðinu, hafði víða komið við á bæjum og var talinn með beztu hestum hér-
aðsins, en þótti ófríður, enda hét hann Ljótur. Þegar upp á veginn kom, datt
mér allt í einu í hug að reyna hann. Hesturinn stóð grafkyrr, meðan ég settist
á hann berbakt, en undireins og ég hafði komið mér fyrir, fór hann á kosturn
heim á leið, og hef ég ekki fengið mér minnisstæðari skeiðsprett úr nokkrum
hesti. Mér fannst ég kenna í þeim spretti bæði þakklætis hans fyrir að hafa
verið leiddur á rétta götu og fagnaðar yfir að vera á leiðinni heim. Hann nam
staðar um leið og hann fann, að ég óskaði þess. Svo klóraði ég honum ofurlítið
bak við eyrað, strauk honum ofan vangann og tók út úr honum beizlið, en hann
skokkaði léttum skrefum áleiðis heirn til sín. Mér þótti sem eigandi hans og hús-
bóndi hefði kennt honum bæði kurteisina og að það væri fagnaðarefni að vera
á leið heim. Elonum var líka síðar sýnd sú virðing, að hann var heygður á
fallegasta stað í Gautlandatúni.
Á þennan sama hátt finnst mér Pétur á Gautlöndum hafa kallað Suður-