Andvari - 01.03.1969, Page 81
ANDVARI
SKÁLDIÐ CARL MICHAEL BELLMAN
79
Nú er minn hestur til hesthússins leiddur
hneggjandi, prjónandi. Ulla mín,
auðsæilega hann af þér er seiddur,
augu hans mæna upp í gluggann til þín.
Allt það sem kvikt þínum verður á vegi
vermir þíns augnaráðs heita bál.
Þesst'egna hyll’ eg þig. Þessvegna segi ég:
þína skál!
Sérð’ ekki hve indælt útsýnið er hér?
svo yndislegt að skoða.
Stofnhá trjánna röð, sem stoltar krónur ber
og iðgræn er.
Er ei lognvær víkin, sem að sindrar þar?
Fagrar þarna í fjarska akurreinarnar?
Eru ei þessar engjar alveg himneskar?
Já, himneskar! Já, himneskar!
Enn er að geta yrkisefnis, sem var áleitið við Bellman, einkum á efri árum
hans, en það er dauðinn og fallvelti mannlegs mikilleika. Beztu kvæði hans
af þessum toga eru 30. pistill Fredmans, „Drick ur ditt glas, se döden pá dig
vántar", íslendingum kunnur í þokkalegri þýðingu Hannesar Hafstein, og 21.
söngur Fredmans, „Sá lunka vi sá smáningom". Jón Helgason prófessor hefur
snúið á íslenzku fyrstu fjórum erindum hans af átta með miklum ágætum, og
mun það eina þýðing Bellmanskvæðis á íslenzku, sem fyllilega sæmir frumtext-
anum. Þetta eru fyrstu erindin: