Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 126
124
SIGFÚS BLÖNDAL
ANDVAKI
á íslenzku — ’tunglet ár kringlot', segja þeir þar, rétt eins og við. Þar eru fallegar
sveitir og kjarngott fólk, og mér þótti ganran að kynnast hvorutveggja. Mágur
minn er efnafræðingur við stóra járnverksmiðju á Vermalandi, og lijá honum
vorum við líka. Það er rétt í grenndinni við Frykenvötnin, þar sem „Gösta Berl-
ingssaga" Sehnu Lagarlöfs gerist. Svo hefur veturinn liðið við venjuleg störf,
smáritgerðir og blaðagreinar, en ekkert sem nefnandi sé. Þó vona ég, að ég geti
á næstunni sent þér ritgerð eftir mig um söng og gítarspil — ég vil nefnilega gera
mitt til, að slíkt verði útbreiddara en áður á íslandi. Ég er farinn að leggja miklu
meiri stund á þess konar en áður, enda hef ég nú betri tíma til þess að lokinni
orðabókinni. Leikritið mitt gríska er nú að fara gegnurn hreinsunareld hjá mér
— ég er að reyna til að umsmíða sumt þar, gera það hentugra fyrir leiksvið, og er
ekki alveg vonlaus um að geta komið því frarn á leiksviðið, ef breytingarnar verða
til nægilegra bóta.
Já, gaman væri að koma vestur til ykkar og sjá Ameríku. En ég játa, að ég er
ekki hrifinn af mörgu í menningu Bandaríkjanna, sem við fáum hingað — ’jazz-
hands’ og vínbann, t. d., og svo þessi ofstækisfulla hræsni í trúmálum, sem mér
l’innst bera svo mjög á þar. En máske er ég orðinn „gamaldags" og aftur úr. Ég sé
svo margt í nýja tímanum, sem mér er illa við, t. d. hjá blessuðu kvenfólkinu, sem
skellir af sér hárið, gengur með gula fingur af cígarettureykingum, staupar sig,
rnálar varir, hár, kinnar og fleira, og gengur með kvartilsháa hæla. Og þegar góðar
íslenzkar sveitastúlkur eru að apa þetta, — og þess sá ég dæmi í Reykjavík 1924
— þá gengur nú alveg fram af mér. — Til allrar hamingju get ég þó sagt, að
konan mín gerir ekkert af þessu og er auk þess, þó hún sé útlend að ætt, orðin
svo íslenzk í sér, að hún bæði talar og skrifar íslenzku, rétt eins og hún væri
innborinn íslendingur — og við tölum aldrei annað mál saman, nema þegar ein-
hver er viðstaddur, sem ekki skilur íslenzku. Svo að ef þú einhvern tímann átt
leið yfir pollinn og lítur inn til mín, kernur þú á rammíslenzkt heimili.
Halldór Hermannsson hefur verið hér í vetur við Árnasafn sem bókavörður,
og er ég nú varamaður fyrir hann, sem stendur, því hann er í Ameríku, en það
er óvíst, hvort hann kemur aftur. Líklega gerir hann það nú samt. í blöðunum
hefur þú sjálfsagt séð um samninga milli íslendinga og Dana um að skila héðan
úr söfnunr ýmsum skjölum íslenzkum, sem betur væru komin heima. Samt er
ekki farið fram á að skila söguhandritum eða þess konar, enda myndi það ekki
fást. Annars er alveg merkilegt, hvað mikið er til af óútgefnum kvæðum og sög-
um hér í söfnunum, — ekki þó fornsögum, en riddarasögum frá miðcldunum og
nýrri tímurn, rímum o. s. frv. Sumt af þessu er engan veginn fyrirlítandi og ætti
skilið að komast á prent, þó ekki væri til annars en til að sýna andlega lífið