Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 109
ANDVARI
ÍSLENZK ORÐABÓKARSTÖRF Á 19. ÖLD
107
orðabók Fritzners, sem áðan var drepið á, var fornmálsorðaforðinn úr þessum
söfnum tekinn upp, svo að þau höfðu ekki lengi sjálfstætt gildi. Merkilegra var
þriðja safnið, sem kom út 1890—97. Það er fyrirferðarmikið safn, nærri 1400
bls., og geymir framar öllu orð sem safnað var úr bókum frá 19. öld og lokum
18. aldar. Dæmi eru tilfærð við hvert orð, en safnið var ekki sjálfstæð orðabók,
beldur hugsað sem viðbót við orðabók Björns Halldórssonar, og aðeins tekið tillit
til þeirra merkinga sem fram komu í dæmunum. Allt um það var það þetta
feiknalega merkilegt safn, sem ennþá heldur gildi sínu. Að vísu er orðaforðinn
tekinn upp í orðabók Blöndals, en aðeins fátt eitt af dæmunum er tilfært. 1 fram-
baldi af safni Hallgríms Schevings var þetta safn meginheimild Blöndals um
mál 19. aldar, og má fullyrða að starf Jóns Þorkelssonar hafi átt verulegan þátt
í því að söfnun Blöndals til orðabókar sinnar gekk svo greiðlega sem raun
varð á. Jón Þorkelsson vann mörg önnur merkileg störf í íslenzkum málfræði-
rannsóknum með frábærri elju, sífellt í hjáverkum frá tímafreku kennaraemb-
ætti, og hann kom árangri þessara starfa á prent, en mun þó lítil eða engin laun
hafa þegið fyrir. En hann lét síður en svo niður falla það merki sem þeir Hall-
grímur Scheving og Sveinbjöm Egilsson höfðu reist við latínuskólann á fyrri
hluta aldarinnar.
Á það var minnzt hér á undan að Hallgrímur Scheving hefði safnað allmiklu
af orðum úr mæltu máli. Á þvílíkri söfnun varð ekki framhald að neinu marki
fyrr en Björn M. Olsen kom til sögunnar. Á árunum 1884—93 hafði hann
nokkurn styrk úr Carlsberg-sjóði til orðasöfnunar úr mæltu máli; hann ferðaðist
þá víðs vegar um land og safnaði mjög verulegum orðafjölda af munni manna.
Onnur störf kölluðu þó að honum, svo að honum vannst aldrei tími til að vinna
úr söfnum sínum, en hann arfleiddi Sigfús Blöndal að þeim, og allur obbinn af
því sem hann safnaði komst inn í orðabók Blöndals, og er mikið af þeim orðum
sem þar eru merkt einstökum héröðum runnið frá safni Björns.
I orðasöfnum Jóns Þorkelssonar var tekið upp margt nýyrða úr bókum frá
19. öld. Mikill fjöldi þeirra var og hagnýttur í dansk-íslenzkri orðabók Jónasar
Jónassonar, sem út kom 1896. Hún átti mikinn þátt í að festa fjölmörg nýyrði
í sessi, þó að vissulega sé þar talsvert af orðum sem aldrei hafa unnið sér hefð í
málinu. Að þessari bók stóðu ýmsir málhagir menn, auk Jónasar Jónassonar, svo
sem Steingrímur Thorsteinsson og Pálmi Pálsson, en ekki sízt Björn Jónsson
ritstjóri. Þessi bók hafði þann kost umfram orðabók Konráðs að þar var reynt
að þýða hvert orð með einu orði eða mörgum samheitum, en forðazt að skil-
greina orðin í þýðingar stað. Við það varð bókin handhægari í notkun, auk þess
sem hún var hentugri að stærð og ódýrari en hók Konráðs. Talsvert af danska
orðaforðanum í bók Konráðs var auk þess úrelt, og fjölda nýrra danskra orða var