Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 144
142
GEORGE JOHNSON
ANDVARI
aki síðan dýrum bíl eftir niSurníddum vegum og í pestarlofti, þar sem leiSin á
vinnustað í miðborginni liggur um sóðaleg hverfi borgar, sem þrúguð er af þeim
ömurleika, fátækt og þröng, sem við blasir svo víða í stórborgum Norður-Ameríku.
Ef vér ætlum oss að halda lífi og dafna í þessum nýja heimi, verðum vér að
hyggju Galbraiths að vera þess albúnir að vinna af þegnskap saman að lausn
vandans. Sem sá ráðherra stjórnarinnar, sem falin hefur verið sú ábyrgð að vama
því, að svo illa takist til hér i Manitoba sem nú hefur verið lýst, þekki ég mæta-
vel, í hvaða meginatriðum vér stöndum allir gegn slíkri samvinnu. Ég á þar vita-
skuld við skattana. Skattar eru í rauninni ekki annað. Þeir eru fjármunalegt fram-
lag vort til lausnar þeim vanda, er steðjar að oss öllurn. Sem ráðherra get ég sagt
yður, að þörfin fyrir slík framlög fer vaxandi. Og ég held, að það sé alls ekki
illa farið. Eg veit, að því fé, sem vér verjum í skatta, er vel varið og það kemur
oss öllum að gagni. Vér fáum þá endurgoldna í skólum, skemmtigörðum, þjóð-
vegum og þverrandi þjáningu. Sjálfur vildi ég heldur aka á mínum Dodge-bíl
í hreinu lofti um góða vegi út í haglega gerðan skemmtigarð en fara sömu leið á
Cadillac veg eymdar og vesaldóms.
Samvinna vor er auðvitað ekki einungis fjárhagsleg. Ef vér látum að oss
kveða í stjórnmálum þjóðfélagsins, tekur samvinnan einnig til ákvörðunar um þá
lausn vandans, sem völ er á hverju sinni.
Og það er sannarlega ekki minni ábyrgðarhluti en inna skatta sína af hendi.
Með þátttöku á ég ekki einungis við það að greiÖa atkvæði. Ég á miklu fremur
við raunverulega og einlæga tilraun til að skilja þær furðulegu breytingar, sem
nú eru á döfinni hvarvetna, og viðleitni til að snúast við þeim breytingum, svo
sem nauðsyn krefur.
Vér sjáum glögg dæmi þess í Grænlendinga sögu, hversu brugöið getur til
beggja vona í þessum efnum. Freydís virti einskis samstöðu leiðangursmanna og
steypti þeim í mikla bölvun.
Þegar ég því að lokum lít yfir frásagnir Vínlandssagnanna, segi ég við yÖur,
að í nýjum heimi vorra daga veitir oss öllum ekki af framsýni Leifs Eiríkssonar
og nokkru af þrautseigju Guðríðar Þorbjarnardóttur, ef vér eigum að vaxa og
við gangast í því landi, sem Leifur fann.
Finnbogi Guðmundsson þýddi.