Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 161
ARNÓR SIGURJÓNSSON:
Um Gróandi þjóðlíf Þorsteins
Thorarensens
Eins konar ritdómur
Systir mín, sem heimsótti mig liingað í Bexhill-on-Sea, færði mér að gjöf
að heiman Gróandi þjóðlíf, sem raunverulega er ævisaga Benedikts Sveinssonar
sýslumanns Þingeyinga eftir Þorstein Thorarensen. Þessi bók hefur orðið mér til
meiri dægradvalar og athugunar en aðrar bækur nýjar, er ég hef fengið hingað.
Mér kom þetta óvænt. Ég hafði eigi annað lesið áður eftir Þorstein Thorarensen
en nokkrar blaðagreinar. Fyrir sumar þeirra, einkum þá, er ég hafði fyrst lesið,
bar ég til hans óhug. Það var samtal, er hann hafði átt við Sigurð Guðnason
fyrrverandi alþingismann um verkamannaupphlaup í Austur-Þýzkalandi. Það
upphlaup skildi ég á sama hátt og hann, en á annan veg en Sigurður. Það varð
mér hins vegar fleinn í holdi, að mér fannst í viðtalinu kenna leiðinlegrar ófyrir-
leitni að níðast á einlægni góðs drengs, vegna þess að í þeirri einlægni var Sig-
urður grunlaus um ófyrirleitni pólitísks blaðamanns. Ég hafði einnig haft nokkrar
fréttir af sagnfræði Þorsteins og verið varaður við því, að hann færi ógætilega
með heimildir og væri hlutdrægur í dómum um menn og málefni. Þetta var
slæmur undirbúningur undir það að njóta bókar hans.
Ég hef líka haft margt við sagnfræði Þorsteins að athuga við lestur bókar-
innar. Talsvert er af villum um staðreyndir. Sumt af því getur verið vegna þess,
að prófarkir hafi ekki verið nógu vandlega lesnar (t. d. ruglingur á nöfnum eins
og Höfðaströnd og Höfðahverfi). Slíkt er minni vandi um að tala en í að kom-
ast, einkum ef höfundar lesa prófarkir rita sinna sjálfir, því að flestir fá mein-
lokur öðru hverju og sjá þá ekki við þeim hjálparlaust. En sumt virðist stafa af
því, að ekki hafi verið leitað heimilda og hafi þá bara eitthvað verið sett í stað-
inn. Dæmi þess er umsögnin um Snorra Oddsson í Geitafelli á bls. 488. Þar er
sagt, að Snorri hafi verið „aðfluttur í héraðið" og hafi „unnið sig upp úr sárustu
fátækt". Snorri var fæddur og alinn upp í Geitafelli og tók þar við búi foreldra.
Annars staðar notar Þorsteinn heimildir, sem ekkert hald er í og eru sögu
hans óviðkomandi, rangfæra hana og lýsingar á mönnum, sem við hana koma,
dregur síðan af rangfærslunum ályktanir, er leiða hann til öfga. Ég á þar sérstak-