Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 110
108
JAKOB BENEDIKTSSON
ANDVAM
bætt viS í orðabók Jónasar, þó að hún væri ekki sérlega stór. Bókin var því
merkilegt átak í beinu framhaldi þeirrar stefnu sem KonráS hafði markaS hálfri
öld fyrr.
Þegar litiS er aftur yfir störf íslenzkra manna að orðabókagerð á 19. öld,
verður ekki annað sagt en að þar hafi verið unnin stórvirki, ekki sízt þegar á það
er litið við hverjar aðstæður orðabókarhöfundar áttu að búa. Eins og hér hefur
verið lýst í stuttu máli var mestur hluti þessa starfs unninn af áhugamönnum í
tómstundum, endurgjaldslaust eða fyrir litla borgun, oft án þess aS nokkur von
væri um útgáfu. Af þessu leiddi auðvitað skipulagsleysi, og margvíslegt söfnunar-
starf var í rauninni unnið fyrir gýg, svo sem ýmisleg orSasöfnun úr fomu máli,
sem stóru orðabækurnar á seinni helmingi aldarinnar gerðu gagnslausa. Árangur-
inn var þó furðu mikill. Á öldinni urðu til orðabækur um fornmálið, laust mál
og bundið, sem stóðu jafnfætis því sem þá var gert í öðrum málum. Og þó að
ekki tækist að koma á prent orðabók sem leyst gæti orðabók Björns Halldórs-
sonar af hólmi að því er tók til máls síSari alda, þá urðu til fyrirferðarmikil orSa-
söfn, sem Sigfús Blöndal gat síðar lagt til grundvallar orðabók sinni, og án
þeirra hefði hún ekki getað orðið þaS sem hún er. Þessi söfn hafa meira að segja
ennþá gildi, því að efni þeirra er ekki gjörtæmt í orðabók Blöndals og það mun
enn koma að notum í þeirri orðabók sem nú er í smíðurn. ÞaS sem á skorti á 19.
öldinni á þessu sviði var framar öllu samstillt átak og fjárframlög sem staðið
gætu undir slíku framtaki, enda var þá enginn aðili til hér á landi sem tekið
gæti að sér forstöðu þvílíks verks. Þeim mun meiri ástæða er til að dást að því
ósíngjarna starfi sem þeir áhugamenn, er hér hefur verið lítillega minnzt á,
lcgðu fram án nokkurrar vonar um endurgjald eða frama. Þeim mönnum verður
seint fullþakkað, og þó aS verkum ýmsra þeirra væri í mörgu ábótavant, þá skib
uðu þeir þvílíkum arfi á þessu sviði, að ekki voru liðin nema rúm tvö ár af tutt-
ugustu öldinni þegar Sigfús Blöndal hófst handa viS orðabók sína, en í henni
var hirt í eina hlöðu bvsna mikið af þeim feng sem 19. öldin hafði dregið saman.