Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 124
122
SIGFÚS BLÖNDAL
ANDVARI
maður kemur í, eins og sagt er, að Gissur Hallsson hafi getað. Fylgistu nokkuð
með í þessum tilraunum til að mynda heimsmál, esperanto, ido o. s. frv.? Eg hef
heldur trú á því, að það muni takast með tímanum, og þá er ido sans comparaison
bezta málið. En auðvitað verða þau mál, sem fyrir eru, ekki óþörf þar fyrir.
Ég veit varla, hvort ég á að þora að halda áfram með skáldskap eða ekki.
Nokkuð verður það nú líklega komið undir því, hvort ég hef nokkurn tíma af-
gangs eða ekki frá þeim störfum, sem ég er skyldur til að vinna. Bókasafnið tekur
mikinn hluta dagsins fyrir mig, og ef maður á svo að geta lesið eitthvað sér til
gfgns, þá er ekki mikill tími eftir til ritstarfa. En auðvitað mun ég vara mig á
að leggja út í svona stór fyrirtæki og orðabókina aftur. Ég man ekki, hvort ég
hef sagt þér frá, að ég hef á síðustu árum frumsamið tvö leikrit, annað gamanleik,
íslenzkt efni frá 18. öld, hitt alvarlegt, grískt efni úr Pelopseyjarstríðinu. Hvort
þau komast fyrir almennings fugu, er óvíst, jafnvel ólíklegt, þó ekki alveg útséð
um bað.
Ég hélt um daginn fyrirlestur í bæ, sem Fredrikshavn heitir, norðarlega á
Jótlandi, um íslenzkar nútíðarbókmenntir. Auðvitað talaði ég heilmikið um þig
og las upp á dönsku „Þó þú langförull legðir“, því miður í óbundnu máli, en
mönnum féll vel í geð.
Nú ekki meira að sinni, en sendu mér pistil mér til hjartastyrkingar, þegar
þú mátt vera að því, og gleymdu ekki vini þínum og lærisveini
Sigfúsi Blöndal.
Vér birtum hér kafla úr svari Stephans 10. júní 1925:
Góðvinur Sigfús. — Fögnuður var mér að fá bréf þitt, gott og glaðlegt að
vanda. Ánægja er mér það, að ýmsir, sem ég met merkismenn, virða mig þess að
að senda mér svo marga línu, og eins og þú, án þess að ég hafi leitað þess að
fyrra bragði. Þeirra bréf eru eins og Ijórar á minni andlegu „myrkvastofu", hér í
fjarlægðinni. Eini ágallinn sá, að ég er svo endurgjaldssmár í flokki menntaðri
manna og fjölfróðari, en þess meiri „guðsgjöf" er mér það, að fá þau bréf.
Og það gleður mig, að gott er af þér að frétta, t. d. fyrirlestraferð þín til Hol-
lands í haust, ef af verður, og „uppfræðsla" þín á „Fornjótunum" — jafnvel um
mig! — sem þú gazt um. Ég hefi ávænu um, að þeir séu okkur að ýmsu leyti
geðugir karlar og erfi það ekki, að ein kerling þeirra á að hafa seilzt, heldur
„óhönduglega", til gullhrings á fingri eins okkar mikla glæsimennis forðum, þegar
hann var nauðlegast staddur. Slík skuldaskipti segir sagan frá sérhverri þjóð, á
einhvern hátt. Lengi hefi ég gert mér í grun, að þrátt fyrir allan þjóðamun sé
meira samúðarskylt milli menntuðustu manna hverrar fyrir sig, þegar þeir eru