Andvari

Árgangur

Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 124

Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 124
122 SIGFÚS BLÖNDAL ANDVARI maður kemur í, eins og sagt er, að Gissur Hallsson hafi getað. Fylgistu nokkuð með í þessum tilraunum til að mynda heimsmál, esperanto, ido o. s. frv.? Eg hef heldur trú á því, að það muni takast með tímanum, og þá er ido sans comparaison bezta málið. En auðvitað verða þau mál, sem fyrir eru, ekki óþörf þar fyrir. Ég veit varla, hvort ég á að þora að halda áfram með skáldskap eða ekki. Nokkuð verður það nú líklega komið undir því, hvort ég hef nokkurn tíma af- gangs eða ekki frá þeim störfum, sem ég er skyldur til að vinna. Bókasafnið tekur mikinn hluta dagsins fyrir mig, og ef maður á svo að geta lesið eitthvað sér til gfgns, þá er ekki mikill tími eftir til ritstarfa. En auðvitað mun ég vara mig á að leggja út í svona stór fyrirtæki og orðabókina aftur. Ég man ekki, hvort ég hef sagt þér frá, að ég hef á síðustu árum frumsamið tvö leikrit, annað gamanleik, íslenzkt efni frá 18. öld, hitt alvarlegt, grískt efni úr Pelopseyjarstríðinu. Hvort þau komast fyrir almennings fugu, er óvíst, jafnvel ólíklegt, þó ekki alveg útséð um bað. Ég hélt um daginn fyrirlestur í bæ, sem Fredrikshavn heitir, norðarlega á Jótlandi, um íslenzkar nútíðarbókmenntir. Auðvitað talaði ég heilmikið um þig og las upp á dönsku „Þó þú langförull legðir“, því miður í óbundnu máli, en mönnum féll vel í geð. Nú ekki meira að sinni, en sendu mér pistil mér til hjartastyrkingar, þegar þú mátt vera að því, og gleymdu ekki vini þínum og lærisveini Sigfúsi Blöndal. Vér birtum hér kafla úr svari Stephans 10. júní 1925: Góðvinur Sigfús. — Fögnuður var mér að fá bréf þitt, gott og glaðlegt að vanda. Ánægja er mér það, að ýmsir, sem ég met merkismenn, virða mig þess að að senda mér svo marga línu, og eins og þú, án þess að ég hafi leitað þess að fyrra bragði. Þeirra bréf eru eins og Ijórar á minni andlegu „myrkvastofu", hér í fjarlægðinni. Eini ágallinn sá, að ég er svo endurgjaldssmár í flokki menntaðri manna og fjölfróðari, en þess meiri „guðsgjöf" er mér það, að fá þau bréf. Og það gleður mig, að gott er af þér að frétta, t. d. fyrirlestraferð þín til Hol- lands í haust, ef af verður, og „uppfræðsla" þín á „Fornjótunum" — jafnvel um mig! — sem þú gazt um. Ég hefi ávænu um, að þeir séu okkur að ýmsu leyti geðugir karlar og erfi það ekki, að ein kerling þeirra á að hafa seilzt, heldur „óhönduglega", til gullhrings á fingri eins okkar mikla glæsimennis forðum, þegar hann var nauðlegast staddur. Slík skuldaskipti segir sagan frá sérhverri þjóð, á einhvern hátt. Lengi hefi ég gert mér í grun, að þrátt fyrir allan þjóðamun sé meira samúðarskylt milli menntuðustu manna hverrar fyrir sig, þegar þeir eru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.