Andvari

Årgang

Andvari - 01.03.1969, Side 12

Andvari - 01.03.1969, Side 12
10 HALLDÓR IIALLDÓRSSON ANDVARI liáskóla frá 1908 til 1916, er hann varð prófessor. Sarauw var framar öðru Goethe-fræðingur, og má ætla, að hann hafi að minnsta kosti ekki dregið úr áhuga Alexanders á Goethe-tímanum í þýzkum bókmenntum, enda fer Alexander frá prófborðinu í Höfn til Þýzkalands til að skrifa þar doktors- ritgerð um verk eftir Schiller, eins og síðar verður rakiÖ. Sú málfræðilega stefna, sem mótaði hugsunarhátt Alexanders á náms- árunum — og raunar að mestu alla tíð — var stefna ungmálfræöinga (die junggrammatische Richtung), sem tók að gera vart við sig rétt fyrir 1880.1) Eitt aðalatriðið í kenningu ungmálfræðinga var lögfesti hljóðbreytinga eða með öðrum orðum sú fullyrðing, að hljóðlögmál væru án undantekninga. En vitanlega var þetta eitt ekki nægilegt til að mynda stefnu eða skóla innan málvísinda. Bihlía þeirra manna, sem stefnunni fylgdu, var Prinzipien der Sprachgeschichte eftir Hermann Paul (1. útg. 1880, 5. útg. 1920). Eg minn- ist þess frá námsárum mínum, að próf. Alexander henti mér sérstaklega á þessa bók sem traustan kenningarlegan grundvöll við málrannsóknir. Og víst hafði ég mikið gagn af lestri þessarar hókar, þótt ekki þyki allt góð latína nú, sem þar stendur. Stefna þessi sætti þegar frá byrjun nokkurri andspyrnu ýmissa málfræð- inga, m. a. sumra, sem sjá má, að prófessor Alexander hefir stuðzt mikið við, en það er önnur saga, sem hér skal ekki fariÖ út í. Fyrir áhrifum frá yngri stefnum í málvísindum, svo sem formgerÖar- stefnunni (strúktúralismanum), varð próf. Alexander ekki. Hann skrifaði að vísu ekki á móti nýrri viÖhorfum, en af viðtölum við hann mátti heyra, að hann bar litla virðingu fyrir málfræðirannsóknum, sem voru ekki að ein- hverju leyti reistar á sögulegri athugun eða samanburði mála. En með því, sem ritað var um uppruna orða, fylgdist hann mæta vel. Bóhnenntir. Eins og að framan er skráð, munu bókmenntir, einkum þýzkar, hafa verið Alexander Jóhannessyni hugleiknar á stúdentsárunum. Og verulegur hluti af meistaraprófi hans við Hafnarháskóla fjallaði um þetta efni. Að því 1) Þetta nafn á stefnunni „Die junggrammatische Richtung" fékk fætur vegna deilu, sem Karl Brugmann átti í við frægan þýzkan málfræðing, Georg Curtius (1820—1885) um 1878. Notaði Brugmann þessa nafngift til að tákna stefnu þeirra, sem risu upp gegn eldri kenningum, sem Curtius hélt fram. En þetta er í fyrstu ekki frá Brugmann runnið, heldur var þetta gaman- samt orðaval háskólamanna í Leipzig um unga málfræðinga, sem gerðu uppreisn gegn Curtius.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.