Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 12
10
HALLDÓR IIALLDÓRSSON
ANDVARI
liáskóla frá 1908 til 1916, er hann varð prófessor. Sarauw var framar öðru
Goethe-fræðingur, og má ætla, að hann hafi að minnsta kosti ekki dregið
úr áhuga Alexanders á Goethe-tímanum í þýzkum bókmenntum, enda fer
Alexander frá prófborðinu í Höfn til Þýzkalands til að skrifa þar doktors-
ritgerð um verk eftir Schiller, eins og síðar verður rakiÖ.
Sú málfræðilega stefna, sem mótaði hugsunarhátt Alexanders á náms-
árunum — og raunar að mestu alla tíð — var stefna ungmálfræöinga (die
junggrammatische Richtung), sem tók að gera vart við sig rétt fyrir 1880.1)
Eitt aðalatriðið í kenningu ungmálfræðinga var lögfesti hljóðbreytinga eða
með öðrum orðum sú fullyrðing, að hljóðlögmál væru án undantekninga.
En vitanlega var þetta eitt ekki nægilegt til að mynda stefnu eða skóla innan
málvísinda. Bihlía þeirra manna, sem stefnunni fylgdu, var Prinzipien der
Sprachgeschichte eftir Hermann Paul (1. útg. 1880, 5. útg. 1920). Eg minn-
ist þess frá námsárum mínum, að próf. Alexander henti mér sérstaklega á
þessa bók sem traustan kenningarlegan grundvöll við málrannsóknir. Og
víst hafði ég mikið gagn af lestri þessarar hókar, þótt ekki þyki allt góð latína
nú, sem þar stendur.
Stefna þessi sætti þegar frá byrjun nokkurri andspyrnu ýmissa málfræð-
inga, m. a. sumra, sem sjá má, að prófessor Alexander hefir stuðzt mikið
við, en það er önnur saga, sem hér skal ekki fariÖ út í.
Fyrir áhrifum frá yngri stefnum í málvísindum, svo sem formgerÖar-
stefnunni (strúktúralismanum), varð próf. Alexander ekki. Hann skrifaði að
vísu ekki á móti nýrri viÖhorfum, en af viðtölum við hann mátti heyra, að
hann bar litla virðingu fyrir málfræðirannsóknum, sem voru ekki að ein-
hverju leyti reistar á sögulegri athugun eða samanburði mála. En með því,
sem ritað var um uppruna orða, fylgdist hann mæta vel.
Bóhnenntir.
Eins og að framan er skráð, munu bókmenntir, einkum þýzkar, hafa
verið Alexander Jóhannessyni hugleiknar á stúdentsárunum. Og verulegur
hluti af meistaraprófi hans við Hafnarháskóla fjallaði um þetta efni. Að því
1) Þetta nafn á stefnunni „Die junggrammatische Richtung" fékk fætur vegna deilu, sem
Karl Brugmann átti í við frægan þýzkan málfræðing, Georg Curtius (1820—1885) um 1878.
Notaði Brugmann þessa nafngift til að tákna stefnu þeirra, sem risu upp gegn eldri kenningum,
sem Curtius hélt fram. En þetta er í fyrstu ekki frá Brugmann runnið, heldur var þetta gaman-
samt orðaval háskólamanna í Leipzig um unga málfræðinga, sem gerðu uppreisn gegn Curtius.