Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 132
130
GYLFI Þ. GÍSLASON
ANDVARl
samhæfa fullveldi sitt nýjum og breytilegum viðhorfum í hermálum og alþjóða-
stjórnmálum.
Áður en ég ræði um þessi grundvallarvandamál íslendinga nú í dag langar
mig þó til þess að víkja nokkrum orðum að fortíðinni, sögu þjóðarinnar og örlög-
um hennar á liðnum öldum. Það á í ríkum mæli við um íslenzka þjóð, að við-
fangsefni hennar í dag og vitleitni hennar nú og í framtíðinni verða ekki skilin,
nema í ljósi þess, sem verið hefur að gerast á íslandi í næstum 1100 ár. Lítil
þjóð hefur átt þar sögu sína. I henni hefur skipzt á með undarlegum hætti reisn
og niðurlæging, sjálfstæði og undirokun, velmegun og örbirgð. Þessi þjóð hefur
þáð ríkulegar gjafir af náttúru landsins í einn tíma, en þolað grimmilegar ham-
farir hennar í annan tíma. Saga hennar greinir ekki frá fólkorustum eða öðru,
sem talið er til veraldarsögu, en hún greinir frá meiru en þrotlausu striti fyrir
daglegu brauði við óblíða náttúru. Hún segir frá meiru en valdastriti og baráttu
gegn erlendum yfirráðum. Kjarni hennar er frásögn af andlegu starfi, af fornum
bókmenntum, saga af aldalangri sambúð örbirgðar og skáldskapar. Um síðustu
aldamót höfðu íslendingar búið í landi sínu í meira en þúsund ár. í verkleg-
um efnum höfðu þeir því nær engum framförum tekið. Þeir höfðu rétt komizt
af, þeir höfðu skrimt í veraldlegum skilningi. En í andlegum skilningi höfðu þeir
gert meira. Þeir höfðu staðizt storma lífsbaráttunnar sem þjóð, þeir höfðu varð-
veitt foma tungu. Þeir höfðu ritað merkar bækur. Þeir höfðu skapað þjóðlega
menningu og sterkt þjóðerni.
Þetta er ævintýri, og það er þetta ævintýri fyrst og fremst, sem réttlætir tilvist
íslendinga og íslenzks ríkis. Þeim mönnum, sem nú búa á íslandi, gæti kannski
vegnað jafnvel í veraldlegum efnum, ef þeir byggju við nokkrar götur í nútíma-
stórborg eða blómlegri sveit í sólbjörtu landi, en þeir yrðu þá ekki lengur þátt-
takendur í þúsund ára gömlu ævintýri. Sú orka, sem vitundin um það veitir,
færi forgörðum, sú lífsnautn, sem því er samfara, glataðist. Nú, á tímum raun-
sæis og hagkvæmni, þarf líklega engan að undra, þótt sú spuming vakni, hvort
ekki séu takmörk fyrir því, hversu fámenn ríki fái staðizt. En yndi blómsins er
ekki komið undir stærð þess, fegurð tónverks ekki undir fjölda þeirra hljóðfæra,
sem flytja það. Vandi smáþjóðar er í því fólginn, að varðveita þau sérkenni sín,
er gefa henni gildi, samfara því, að hún hagnýtir kosti nútíma hagkvæmni í
framleiðslu og viðskiptum. Vandi íslendinga er fólginn í því, að gerast þáttak-
andi í þróun vélmenningar á kjarnorkutíma, en vernda jafnframt tengsli við bók-
menningu allra þeirra alda, sem liðu í skjóli torfbæjarins og við skin grútartýr-
unnar, og varðveita það þjóðerni, sem þá mótaðist.
Það hefur verið ýmsum undrunarefni, að svo fámennri þjóð og Islendingum
skuli hafa tekizt að öðlast jafngóð lífskjör og raun ber vitni, en það mun mega