Andvari - 01.03.1969, Blaðsíða 21
andvari
ALEXANDER JÓHANNESSON
19
hendur, með því aÖ formkerfi ísl. tungu sé svo auÖugt og höfundurinn se
aður kunnur af vísindaritum á íslenzku sem gagnmenntaður germönsku-
fræðingur og hugmyndaríkur málfræðingur, einkum á sviði orðsögu ísl.
tungu („und der Verf. ist aus friiheren (islándisch geschriebenen) sprach-
wissenschaftlichen Arbeiten als germanistisch gut durchgehildeter gelehrter
und findiger Grammatiker und namentlich Worthistoriker seiner Mutter-
sprache vorteilhaft bekannt '). Þessar tilvitnanir syna, hvernig miklir visinda-
menn í germönskum fræðurn litu á bokina, þegar hun kom ut, og sennilega
eru dómar Jreirra rniklu sanngjarnari en malvisimanna nutimans, sein hafa
úr miklu fleiri og rneiri gögnum að moða.
Árið eftir að Die Suffixe komu út, eða arið 1929, birtist annað rit (eða
ritgerð) eftir próf. Alexander: Die Kompositci itn Islundischen (Rit Visinda-
félags íslendinga IV1). Þetta var og er mjög gagnlegt rit og á sennilega svip-
aðan uppruna og Die Suffixe, þ. e. á rætur að rekja til kennslu próf. Alex-
anders í Háskólanum. Það fjallar um orðasamsetning í fornmáli og nútíma-
máli, og er því svipað um það að segja og Die Suffixe, þ. e. að söguleg þroun
innan íslenzkunnar kemur ekki eins greinilega fram og æskilegt væri. En
þessi galli stafar, eins og áður var rakið, af mjög eðlilegum orsökum. Þetta
rit virðist hafa vakið minni athygli erlendis en fyrri rit höfundar, hvað sem
veldur. Ég hefi ekki rekizt á ritdóma um það frá þessum tíma. Þá skal tekið
frarn, að um flokkun próf. Alexanders ma deila, en ekki skal það rakið
nanara hér. 1 iii '4£. liiiiÉy
Síðustu rit próf Alexanders á þessu þróunarskeiði hans í málvísilegum
efnum var Die Mediageminata im lslandischen (Fylgir Árbók Háskóla Is-
lands 1929-30), Rvk. 1932. Bókin fjallar, eins og nafnið bendir til, um orð
með löngum (tvöföldum) linum lokhljoðum í íslenzku. Tekur hann fyrst
(í bókstafsröð) orð með hh, þá dd og svo gg og rekur uppruna þeirra og leit-
3st við að sýna, hvernig á hinum löngu hljoðum standi. Efnið er, eins og
fyrr, úr fornmáli og nútímamáli. Að loknu þessu yfirliti flokkar höfundur
orðin niður eftir því, hverja ástæðu hann telur vera til þess, að langt hljoð
er í þeim. Þetta er veikasti þáttur bókarinnar, enda hlaut höfundur allharða
gagnrýni fyrir flokkun sína í erlendum ritdomum, eins og sýnt mun verða.
En almennt má taka fram, að kerfun (systematik) vár ekki hin steika hlið
1) Skrá um rit háskóhkennara 1911-1940, Rvk. 1940, bls. 58, segir, að ritíð hafi komið út
1928, en á bókinni sjálfri stendur MCMXXIX.