Andvari

Volume

Andvari - 01.03.1969, Page 34

Andvari - 01.03.1969, Page 34
32 HALLDÓR HALLDÓRSSON ANDVAM heldur sem einn þátt germanskra mála. Þetta víkkaði sjón stúdentanna. Um kennslu hans á síðari árum er mér síður kunnugt. Enda þótt Alexander hafi lagt mikla vinnu í kennslu sína og fræðistörf, mun þó framtíðin — eins og raunar samtíðin urn fram allt minnast hans sem hins mikla háskólarektors. Hann var háskólarektor samtals 12 ár (1932— 1935, 1939—1942, 1948—1954). Hefir þetta inet ekki enn verið slegið. Þegar Alexander tók við stjórn Háskólans 1932, var hann lítil og van- megnug stofnun, húsnæðislaus og fátæk. I rektorsstarfi sínu reyndist hann hugkvæmur athafnamaður, glöggur á, hvað gera þyrfti og einstaklega lag- inn að koma áhugamálum sínum í framkvæmd og gekk að því með oddi og eggju, beindi hinni miklu atorku sinni í þann farveg að koma málum hans áleiðis, einkum byggingarmálunum. Háskólahyggingin og HaypdrættiÓ. 1 Stúdentablaðinu 1. des. 1930 birt- ust greinir um húsnæðismál Háskólans, en á þeim tíma hafði Háskólinn að- setur í Alþingishúsinu, bæði sjálfum sér og Alþingi til meins og mæðu. Alexander Jóhannesson átti þar grein, er nefndist Bygging háskóla. Þá stóðu þessi mál þannig, að Jónas Jónsson frá Hriflu, sem þá var mestur valda- maður í landi einhver, hafði lagt fram á Alþingi frumvarp um hyggingu fyrir Háskólann. Áttu þetta að verða heimildarlög þess efnis, að háskóla- hygging yrði reist á árunum 1934—1940 fyrir 600 þús. kr. Alþingi átti hverju sinni að ákveða fjárframlög til byggingarinnar. Borgarstjórinn í Reykjavík, Knud Zimsen, bauð þá lóð undir bygginguna á Melunum. Frum- varpið um háskólabygginguna varð ekki útrætt á þingi. Kjarninn í fyrr nefndri grein próf. Alexanders var þessi: „Eláskólinn íslenzki átti að verða miðstöð íslenzkrar menningar. Hann á að vernda og viðhalda öllu því bezta, sem til er í íslenzku þjóðareðli, en um leið veita hollum straumum erlendrar menningar yfir landið. Hann á að vera hinn sílogandi viti, er sendir birtu yfir gjörvallt landið, inn til afdala og til yztu annesja." í Stúdentablaðið 1. des. 1932 ritar Alexander greinina Háskóli og Stúd- entagaróur. Þá höfðu verið samþykkt lög um byggingu fyrir Háskóla Islands og Stúdentagarðsmálið komið á nokkurn rekspöl. Merkara var þó, að 9. febr. 1933, á fyrsta rektorsári sínu, boðaði hann til almenns fundar háskólakenn- ara, flutti ræðu um háskólabygginguna og bar fram um það tillögu, að Há- skólinn skyldi á næsta þingi fara fram á sérleyfi til rekstrar peningahapp-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.